sunnudagur, maí 20, 2007

Taelandi i Thailandi...!!!

Unadur... Ekkert annad ord yfir tetta. Eg hef sem sagt verid sidustu vikuna herna i Thailandi i afsloppun og ad kynnast landi og tjod og likar mjog vel. Eftir 3 tima flug fra Keflavik til Koben og tadan 11 tima til Bangkok lentum vid treytt og velkt i 32 stiga hita og byrjudum ad svitna um leid... eda eg allavega enda af tekktu svitakyni ad nordan ;) (hljomar vel finnst ykkur ekki...???)

Fyrstu 2 dagana vorum vid i Bangkok ad runta um borgina og skodudum m.a. munkahof og konungshollina. Einnig forum vid nokkur i hjolreidatur i uthverfi Bangkok sem var otrulegt. Vid hjoludum um taeplega metersbreida, steypta stiga sem eru i um 1-2 metra haed fra jordu og her eru engin handrid neitt tannig ad tad munadi nokkrum sinnum ormjou ad menn steyptust fram af og i eitt skiptid munadi bara hreinlega engu og einn gaurinn steyptist nidur og hvarf a kaf i grodurinn. Hann skadadist samt ekkert svo vid hin gatum hlegid okkur mattlaus af oforum hans eins og Islendinga er sidur. Stigarnir eru i raun eins og gotur og fra teim liggja heimreidar inn i hus torpsbua og ta meina eg INN i husin hreinlega. Verd ad reyna ad koma inn myndum vid taekifaeri tvi tad er ekki einfalt ad utskyra tetta.

Sidustu 3 daga hofum vid svo verid i nordurhluta landsins tar sem vid skiptum um gervi og skelltum okkur i bakpokaferdalangabuninginn og orkudum um med allan farangur a bakinu, talgadan bambusstaf i hond, snaeddum nudluretti a bananalaufum med bambusprjonum talgudum a stadnum, odum ar, klifum fjoll og sukkum i ledju til skiptis. Gistiadstadan var agaet en svafum a dynum og adra nottina i einni storri flatsaeng. Faestis sofnudu samt fyrr en eftir einhverja barattu vid skordyr af mismunandi staerdum en tetta var sannkallad aevintyri. Eg hafdi tad meira ad segja af ad pissa i holu i fyrsta skipti a aevinni og er bara ordin von tvi nuna. Jebb... fyrsta holan min ad baki, slapp nefnilega alveg vid taer i Malavi otrulegt en satt en tokst einhvern veginn ad halda i mer tegar holur voru tad eina sem var til boda. Tessi ferd var hreint otruleg og eg svaf betur vid tessar bagbornu adstaedur med skordyra- og fuglasong (t.a.m. hanagal fra kl 4 um nottina) en a hotelunum, reyndar med adstod eyrnatappa.

Her er folkid otrulega vingjarnlegt og kurteisin drypur af hverjum fingri, nuddid kostar ekki neitt (400 ISK/klst) og maturinn er svo ljuffengur er nanast gefins i tokkabotad tannig ad eg tyngist abyggilega herna. Eg minntist a jardskjalfta adeins um daginn, hann atti semst upptok sin i Laos en krakkarnir fundu hann herna. Eg fretti hins vegar af honum daginn eftir og vard ekkert vor vid tetta, sennilega vegna tess ad eg var i nuddi tegar a honum stod svo eg hef sennilega verid half utan vid mig eitthvad.

En nu er eg alveg andlaus i bili svo frekari fregnir fra Thaelandi verda ad bida betri tima.

Kv.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Thailand

Bara orstutt. Erum ad leggja af stad upp i fj0llin. veit ekki med simasamband tar. laet heyra fra mer tegar eg kem til byggda aftur a laugardaginn..

Heyrdi fyrst i dag ad tad hefdi verid jardskjalfti herna i gaer, 6,1 a richter. Eg var bara afsloppud i nuddi tegar tetta gerdist og fann ekki neitt.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Hvar er draumurinn...???

Hvar ertu lífið sem ég þráði? Leynist þú bak við þetta síðasta próf mitt í læknadeild sem þreytt verður e. um 34 klst og verður lokið e. um 38 klst? Hvað gera Danir ef svo reynist ekki vera... eða kemur það þeim kannski ekkert við? Fæ ég yfir höfuð að útskrifast 16. júní?

Kemst Eiríkur rauði áfram úr undankeppninni annaðkvöld og mun ég þá sjá hann í úrslitakeppninni á skjá á Kastrup-flugvelli á laugardaginn?

Þegar stórt er spurt verður fátt um svör.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Trambólín

Ég hef alltaf haft mjög gaman af trambólínum og missi alveg tökin þegar ég kemst á slíkt apparat. Hef einhvern veginn alltaf ætlað að hafa eitt stórt í garðinum mínum fyrir utan húsið mitt með arninum (framtíðin sko...) en nú er ég ekki viss. Það getur líka reynst hættulegt að hafa þau með öryggisneti nefnilega. Þetta er bara SVO hræðilegt að ég er gráti næst. Ekta slys sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með eftirliti.

Eurovision 2007

Haldiði að ég hafi ekki gert skemmtilega uppgötvun í gærkveldi? Benni beauty er trommuleikarinn í eurovisionhópnum okkar í ár. Úff... ég verð sko í klappstýruliðinu á fimmtudaginn :D

sunnudagur, maí 06, 2007

Hvenær er framhjáhald framhjáhald og hvenær ekki...?

Þetta finnst mér skemmtilegt, kannski er það bara af því ég er í próflestri. Tékkið endilega á þessu og segið skoðun ykkar :)

Guð minn góður!

Það fór um mig hrollur í dag þegar ég sá fréttirnar... (ótrúleg tilviljun að ég hafi verið að horfa á fréttirnar, það er ekki alveg efst á listanum í próflestri)

Frétt nr. 2 snérist um flugslys. Ný Boeing þota frá Kenya Airways fórst með 114 manns innanborðs. KA er einmitt flugfélagið sem við flugum með til Malaví í vetur og líkaði mjög vel. Það er talið eitt af öruggustu flugfélögum í heiminum en slysin gera ekki boð á undan sér. Það verður spennandi að fylgjast með hver orsökin var fyrir slysinu. Ekki laust við að maður spyrji sig hvort kemur að þessu líka hjá íslensku flugfélögunum... Úff, get ekki hugsað um það einu sinni án þess að fá hroll.

Frétt nr. 3 snérist um flótta menntaðs fólks frá Malaví og þá helst lækna. Er ekki eitthvað afar furðulegt við þá staðreynd að fleiri malavískir læknar séu starfandi í Manchester á Englandi en í öllu Malaví? Mér finnst það hreinlega út í hött. Ég skil reyndar ástæðuna og við töluðum einmitt aðeins um þetta við heimamenn þann tíma sem við dvöldum í landinu og þetta er virkilegt vandamál. Það merkilegasta við þessa frétt var samt að sjá kunnugleg andlit í fréttaskoti frá Afríkuríki. Þarna voru nefnilega bæði George Manjolo og Catalera mættir á skjáinn og ekki laust við að malavíski hluti hjarta míns tæki nokkur aukaslög af gleði við það :)

En aftur í bækurnar. Eigið góðar stundir hvar sem þið eruð í heiminum :D

laugardagur, maí 05, 2007

Próftíð :)

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki laus við örlítinn kvíðahnút í maganum fyrir þessu síðasta prófi mínu í læknadeild sem bíður mín þann 11. maí n.k. Hversdagslegir hlutir eru farnir að taka of langan tíma að mínu mati, ég ríf í mig mat á sem stystum tíma og helst eitthvað sem þarf lítið sem ekkert að elda. Allt annað er háð kaflaskiptum... þegar þessi kafli er búinn stend ég upp í 5 mín og fæ mér vantssopa og nota jafnvel tímann vel og skelli mér á VC, þegar næsti kafli er búinn gríp ég einn ávöxt til að svala þörmunum og slæ þannig 2 flugur í einu höggi með því að hafa ofan af fyrir þeim á meðan ég les þriðja kaflann og að honum loknum tek ég ca. 30 mínútna pásu... Inn á milli verða pásurnar reyndar lengri og þá verður erfiðara að koma sér að lestri aftur. Ég fór t.d. í mat til Margrétar í fyrrakvöld en þar er Ingibjörg einmitt stödd þessa dagana. Maturinn var mjög svo ljúffengur eins og vanalega og það var eitthvað svo kósí og gaman að vera hjá þeim að ég gat ekki fengið mig til að ganga út kl 9 eins og ég hafði hugsað mér til þess eins að koma hingað í holuna mína og lesa... ein... langt fram á kvöld. Neibb, það var bara ekki hægt.

En bara 6 lestrardagar eftir svo þetta er allt að hafast. Ég ætla einmitt að taka ferðatöskuna fram á morgun og byrja að henda í hana því sem ég ætla að taka með til Tælands, svona þegar ég man eftir einhverju sérstöku. Annars enda ég pottþétt með fulla tösku af dóti sem ég þarf ekkert að nota alla ferðina og mig myndi einmitt vanta allt það nauðsynlegasta. Þannig er það bara þegar maður þarf að pakka á 2 tímum. Ohhhh... ég hlakka SVO til að fara út :D

Thailand baby... Thailand, here I come!!!