laugardagur, maí 05, 2007

Próftíð :)

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki laus við örlítinn kvíðahnút í maganum fyrir þessu síðasta prófi mínu í læknadeild sem bíður mín þann 11. maí n.k. Hversdagslegir hlutir eru farnir að taka of langan tíma að mínu mati, ég ríf í mig mat á sem stystum tíma og helst eitthvað sem þarf lítið sem ekkert að elda. Allt annað er háð kaflaskiptum... þegar þessi kafli er búinn stend ég upp í 5 mín og fæ mér vantssopa og nota jafnvel tímann vel og skelli mér á VC, þegar næsti kafli er búinn gríp ég einn ávöxt til að svala þörmunum og slæ þannig 2 flugur í einu höggi með því að hafa ofan af fyrir þeim á meðan ég les þriðja kaflann og að honum loknum tek ég ca. 30 mínútna pásu... Inn á milli verða pásurnar reyndar lengri og þá verður erfiðara að koma sér að lestri aftur. Ég fór t.d. í mat til Margrétar í fyrrakvöld en þar er Ingibjörg einmitt stödd þessa dagana. Maturinn var mjög svo ljúffengur eins og vanalega og það var eitthvað svo kósí og gaman að vera hjá þeim að ég gat ekki fengið mig til að ganga út kl 9 eins og ég hafði hugsað mér til þess eins að koma hingað í holuna mína og lesa... ein... langt fram á kvöld. Neibb, það var bara ekki hægt.

En bara 6 lestrardagar eftir svo þetta er allt að hafast. Ég ætla einmitt að taka ferðatöskuna fram á morgun og byrja að henda í hana því sem ég ætla að taka með til Tælands, svona þegar ég man eftir einhverju sérstöku. Annars enda ég pottþétt með fulla tösku af dóti sem ég þarf ekkert að nota alla ferðina og mig myndi einmitt vanta allt það nauðsynlegasta. Þannig er það bara þegar maður þarf að pakka á 2 tímum. Ohhhh... ég hlakka SVO til að fara út :D

Thailand baby... Thailand, here I come!!!

4 Comments:

At 11:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég var einmitt að draga fram mína tösku ;)

Þóra Kristín

 
At 11:24 f.h., Blogger Elva said...

Ohhh... þetta verður geggjuð ferð (pínu öfund í gangi hérna megin, hehe...).

Þú varst að spyrja mig um daginn hvort það væri eitthvað svona MUST sem þú yrðir að gera í Thailandi og ég mundi ekki eftir neinu sérstöku. Ég man reyndar eftir einu núna, og það er að prófa alls konar nudd. Alveg geggjað!!! Fótanudd, ilmolíunudd, heilnudd, blabla... endalaust gott og endalaust ódýrt :)

Baráttu próflestrarkveðjur!!

 
At 1:58 e.h., Blogger Eva said...

ég var líka að taka mína fram :) :)

 
At 3:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vildi bara senda þér lestrarkveðjur úr sveitinni!!

 

Skrifa ummæli

<< Home