sunnudagur, apríl 08, 2007

Fleiri myndir af fjöri Páskahelgarinnar :)

Jæja! Ætla að standa við loforðið sem ég gaf í síðustu færslu um að birta fleiri myndir af skemmtunum páskahelgarinnar. Fyrst ætla ég að láta fljóta með fleiri myndir frá Hvanndalsbræðrum á Skírdag.


Hér eru þær Heiðar-systur allar komnar saman á tjútt í höfuðstað Norðurlands og farnar að taka aðeins í hvora aðra... þó ég leyfi mér að halda því fram að þær hafi nú eflaust nokkrum sinnum áður tekið ívið meira í hvora aðra ;)


Ef þessi mynd er aðeins hreyfð þá er það bara merki um hvað var gaman hjá okkur. Þið sem voruð ekki á staðnum misstuð af miklu en voruð án efa með okkur í anda :)



Þegar koma saman svona margar fyrrverandi bekkjarsystur er ekki annað hægt en að festa þær á filmu og ekki er nú síðra tilefni þegar þær eru svona fjallmyndarlegar allar saman ;)


Að kvöldi föstudagsins langa var svo haldið á tónleika Ljótu hálvitanna í Skjólbrekku og kom berlega í ljós að þeir bera nafnið með rentu og eru hver öðrum furðulegri í útliti. Þeir hins vegar syngja af þvílíkri innlifun og af einskærri gleði sem skín svo í gegn að maður getur ekki annað en hrifist með og haft gaman af. Textarnir þeirra eru líka ákaflega hnittnir og skemmtilegir og fjalla um daglegt líf en minna um rómantík og álíka bull ;) Eftir tónleikana var svo fjörinu haldið áfram í Seli við undirspil og þar gafst sko tækifæri til að dansa og drekka örlítið meir (vatn auðvitað eingöngu... hóst!), taka nokkur dansspor í viðbót og tjútta agnarögn til viðbótar. Það þarf því varla að hafa orð á því einu sinni að úr varð hið skemmtilegasta kvöld frá upphafi til enda, allt frá prepartýi hjá Ingibjörgu yfir í tónleika, millipartý hjá Ingibjörgu og svo að lokum á balli í Seli :)

Ok, þessi mynd er kannski ekkert frábær... en reynið sjálf að sjá myndarlegan mann á sviðinu...

Hérna tók Ólöf líka vel á því í tunguleikfiminni og er ég ekki frá því að hún hafi kvartað yfir strengjum í tunguvöðvunum í gær eftir erfiðið ;)



Og hér er svo hún ég sjálf í mínu fínasta pússi og með bros á vör í tilefni dagsins :)


En nú er líklega komið meira en nóg. Miðað við hvað mér hefur gengið illa að koma þessari færslu saman verður spennandi að sjá hvort mér tekst að birta hana... Látum allavega reyna á það :)

8 Comments:

At 4:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æjá þetta var baara gaman
þvílíkir snillingar þarna á ferð, allir saman!

 
At 8:33 f.h., Blogger Elva said...

Það má sanni segja að þið eruð fjallmyndarlegar allar saman. Gaman að lesa svona myndræna færslu. En það hefði reyndar verið enn skemmtilegra að hafa verið á staðnum. En kannski næstu páska - hver veit?

Lov jú gæs!!

 
At 12:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Pottþétt næstu páska mín kæra, pottþétt :)

Luv jú tú mín kæra :)

Kv. Sólveig

 
At 1:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ji hvað þú ert sæt hérna á neðstu myndinni!
Þið eruð reyndar allar ægilega sætar á þessum myndum, og greinilega mikið stuð. Hefði samt pottþétt verið enn meira stuð ef við EÁ hefðum verið með (c;

 
At 9:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jamm þetta var geggjað gaman.. og verður pott þétt gert aftur um næstu páska

Kv.Ólöf Þuríður

 
At 9:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Voðalega ertu sæt á myndunum. Verst að hafa misst af þér þegar þú varst fyrir norðan... En við bætum okkur það upp, þú veist það er alltaf opið hús í Hafnarfirðinum.

Kveðja Auður og kúlan

 
At 10:32 f.h., Blogger Hannes said...

12 stig - mæti næst !

 
At 9:18 e.h., Blogger JJ said...

Verð að vera sammála, rosalega sæt og falleg! Sakna þín þegar ég sé þetta einstaka bros þitt! :D Er annars búin að vera í algjörri nostalgíu síðustu daga... ekki laust við að ég sé farin að hugsa um 10 ára stúdentsafmælið með pínu tilhlökkun. :D

Mússímú,
JJ

 

Skrifa ummæli

<< Home