föstudagur, apríl 06, 2007

Heima og Hvanndalsbræður...

Ég er komin heim í sveitasæluna og verð hér í vellistingum þar til páskahátíðin er afstaðin. Fyrsta morguninn kom hann Bárður litli frændi minn og vakti mig náðasamlegast og við mikinn fögnuð eins og þið getið ímyndað ykkur. Hann fékk að launum að máta bikini-toppinn minn, hann passaði reyndar ekki alveg en flottur er hann karlinn.




Hérna hafa líka gerst undur og stórmerki, því hérna fæddust lömb... í mars. Segið svo að rómantíkin blómstri ekki í sveitum landsins enn ;)


Hérna er einmitt litli kúturinn að kljást við ,,kisa"
eins og hann kallaði það í byrjun,
en þetta er allt að koma hjá honum :D

Hérna er svo litla daman á heimilinu að taka til hendinni í skítmokstri sýnist mér. Hún kom einmitt inn áðan með skít á fingrunum, glennti fingurna framan í mig og sagði hátt og skírt: ,,Kiindakúúúku...". Geri aðrir betur, ég segi nú ekki annað ;)


Í gærkveldi var svo smalað í bíla og brunað á 3 vel fullum bílum til Akureyrar til að berja Hvanndalsbræður augum og hlýða á tóna þeirra og ilhýran söng. Á þessa bræður hef ég aldrei hlýtt áður, allavega ekki meðvitað. Ég komst reyndar að því að ég þekkti nokkur lögin þeirra, sennilega hafa þau sýjast inn af Rás2 eða eitthvað. Þessir bræður eru algjör snilld, slá á mjög svo létta strengi inn á milli og eru bara nánast með uppistand. Textasmíðar þeirra eru heldur ekkert ástarhjal endalaust heldur reyna þeir að segja sögu. Þeir voru einnig með bingó, happadrætti, föndurhorn og ég veit ekki hvað.



Hérna má einmitt sjá hve vel þeim tókst til að
föndra páfagauk úr mislitum pappírsörkum ;)


Félagsskapurinn var ekki heldur af verri endanum, gamlar góðar vinkonur og fjölskyldumeðlimir og svo sannarlega kátt á hjalla :)


Hérna má sjá Jóhönnu og Ingibjörgu fagna þeim bræðrum innilega...



Og hérna eru svo yfirlýstar systur, Vala og Bergþóra... (helv... myndavél :( )

Ég ætla að skella inn fleiri myndum hérna við tækifæri, en þar til ég fæ þær hjá henni Ólöfu minni verðið þið bara að láta þessar duga í bili. Í kvöld eru það svo Ljótu hálfvitarnir, sem (eins og áður hefur komið fram hér á þessari síðu) óþarft er að taka fram hvaðan eru ;) Þið fáið frekari fréttir af því síðar.

2 Comments:

At 11:07 f.h., Blogger Elva said...

Gaman að sjá myndir frá kvöldinu á Græna Hattinum. Ég hlakka til að sjá fleiri myndir. En ein spurning: Er Hanna komin með svona sítt hár eða er hún með gervifléttur?

Hafðu það gott í sveitinni elsku Sólveig mín og GLEÐILEGA PÁSKA!!

 
At 2:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega páska mín kæra.

Hanna var með fléttur í tilefni dagsins... efast um að hún beri þær á hverjum degi ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home