þriðjudagur, mars 20, 2007

Afmælisbarn dagsins

Afmælisbarn dagsins er óumdeilanlega Katla litla frænka mín, sem fyllir sitt annað aldursár í dag. Stúlkan sú kom í heiminn vonum seinna, eða nákvæmlega 7 tímum síðar en vonast var til. Hefði hún komið í heiminn þessum örfáu tímum fyrr hefði hún nefnilega átt afmæli í gær, sem er einmitt afmælisdagur afa hennar og föður míns heitins. En litla daman vildi eiga sinn dag út af fyrir sig, það er nokkuð greinilegt. Þetta var bara fyrsta merkið um staðfestu litlu frúarinnar. Hún nefnilega reynir sitt til að stjórna heimilisfólkinu og það ekki af veikum mætti. Reyndar fær hún mikla samkeppni í þeim efnum frá litla frænda sínum, Bárði en hann er ekki nema 7 vikum yngri. Hér mætast því stálin stinn í stjónseminni og alveg hreint yndislegt að fylgjast með þeim stundum, þó að hljóðhimnurnar séu farnar að safna siggi í öllum látunum :) Það eru náttúrulega gömul sannindi með börn (og jafnvel óþarfi að taka það sérstaklega fram) að það er ekkert leikfang eins spennandi og akkúrat það sem einhver annar heldur á... Þetta vil ég túlka sem staðfestinu á hinu gamla máltæki: ,,Grasið ER ávalt grænna hinum megin” (hinum megin við hvað samt???).


Úr sveitinni er náttúrulega bara allt gott að frétta. Hér er farið að sjást út á bæi aftur eftir bylinn í gær, en þá sást vart út úr augum. Þetta var samt ekki alveg eins slæmur bylur og gerði á aðfangadag 2005, en þá villtust menn á leiðinni út í fjós, sem er í ca. 30 m fjarlægð frá íbúðarhúsinu. Það var rosalegt veður.

Humm... er að fatta eitt. Það átti nefnilega að halda upp á afmæli Kötlu litlu í gær... en vegna veðurs var því frestað til dagsins í dag... skrýtið! Ætli hún hafi einhver sambönd við veðurguðina líka litla daman og að stjórntaumar hennar teygi sig víðar en bara innan heimilisins???

Hér má allavega sjá litlu dömuna leika sér á ganginum heima í sveitinni. Veit nú reyndar ekki hvort fór sérstaklega vel um svínið í skónum en það skiptir heldur ekki höfuðmáli :)


Hér eru svo þau frændsystkin, Katla og Bárður (börn tveggja systkina minna fyrir þá sem ekki þekkja til en hafa áhuga á ættfræði) að leika sér saman í nokkuð góðri sátt.

Hér gefur að líta Bláfjallið mitt fagra og fjárhúsin okkar heima. Ég bara kemst ekki yfir hvað snjórinn gerir náttúruna fallega. Þessi mynd er reyndar tekin fyrir fyrrnefndan byl, verð að bæta úr því á morgun með nýjum myndagöngutúr :)


Og hér er svo aðeins annar vinkill á sveitina heima þar sem áin hefur flætt yfir allt og búin að hertaka veginn austur að fjárhúsunum.

En nóg komið í bili. Hérna megin á hnettinum er kominn háttatími fyrir heiðarlegt og vinnandi fólk, samt spurning um hvort ég tilheyri þeim hópi þessa dagana... Tja, telst vonandi enn nokkuð heiðarleg þó að vinnan sé kannski eitthvað minni.

Yfir og út!

6 Comments:

At 5:50 f.h., Blogger Elva said...

Til hamingju með litlu frænku.

Og takk fyrir myndirnar af sveitinni okkar fallegur. Það er nú alveg slatti mikið af snjó þarna hjá ykkur. Það væri líka gaman að sjá myndir eftir bylinn ógurlega :)

Hvenær á svo að fara suður aftur í gömlu rútínuna?

Knús og kossar!!!

ps. Hlakka til að "hitta" þig á Skype við tækifæri. Nú er kominn aftur 12 tíma mismunur á okkur (í stað 13).

 
At 8:10 f.h., Blogger bergthora said...

samm'ala seinast raedumanni og jeminn hvad katla og b'ardur hafa staekkad...
Hlakka til ad sj'a thau um p'askana.
bid ad heilsa ollum

 
At 10:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sælar mín kæra!
Ertu ekki að fara að koma suður til mín?
Fallegar myndir úr sveit sveitanna.
Og almáttugur hvað þessi börn eru orðin stór! Síðast þegar ég sá mynd af Kötlu hjá þér var hún pínulítil með dökkan lubba, ertu viss um að þetta sé sama barnið?
Hlakka til að hitta þig,
kv. MG

 
At 1:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sælar allar skvísur mínar :)
Jú, þessi börn vaxa svo hratt að það er eins gott að maður fylgist með til að maður hreinlega missi ekki af lestinni.

Ég stefni að því að leggja í'ann suður á morgun (miðvikud.) en fer sennilega mest eftir veðri og vindum. Ætlaði að fara til IB áðan en komst ekki af stað á meðan veður var skaplegt og núna er ég veðurteppt heima hjá mér... Búið að loka vegum fyrir sunnan og vestan og svona svo þetta verður bara allt að koma í ljós. Ekki veður til neinnar myndatöku af vetrarríkinu heldur :(

Kv. Sólveig

 
At 12:56 f.h., Blogger Hannes said...

Mývatnssveitin er æði...
... allan sólarhringinn

 
At 11:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mývó og Eyjafjörðurinn...magnað combo! Fallegar myndir hjá þér Sólveig Pé.

Kveðja,

Jón Gunnar

 

Skrifa ummæli

<< Home