miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Loksins loksins!

Loksins loksins!

Komin i tolvu i sma stund allavega og vonandi tekst mér ad koma þessum pistli a netid fljótlega. Líka vert að taka það sérstaklega fram að núna er ég í tölvu með íslensku lyklaborði en þá er ég reyndar orðin svo vön að skrifa án íslensku stafanna að þetta er eintómt vesen J

Af mér er allt gott að frétta. Lifi góðu lífi hérna í Mokey Bay. Húsið er ótrulega fallegt og stórt og stendur hálfpartinn úti á litlum tanga sem gengur út í vatnið svo við höfum strendur nanast hringinn í kringum höfuðið. Við höfum líka hjú, annars vegar garðyrkjumann sem sópar laufblöðum og vökvar lóðina (þó náttúran hafi nú að mestu séð um það undanfarið) og svo höfum við vinnukonu, sem vaskar upp fyrir okkur, þvær upp fyrir okkur, þvær og straujar fötin okkar, spreyjar reglulega skordýraeitri um allt og heldur öllu í toppstandi. Við höfum reydnar líka aðeins þurft að grípa skordýraeitrið svona á kvöldin til að losa okkur við miðurskemmtilega gesti, aðallega kakkalakka og kóngulær. Við eldum sjálfar hérna, orðinn fastur liður að gæða sér á hafragraut á morgnana og einhverjum ljúffengum grænmetisrétti á kvöldin. Getum hreint ekki kvartað undan lífinu hérna.

Ég held ég hafi alveg gleymt að segja frá einu sem ég lenti í í Blantyre. Við fórum nefnilega í hádeginu einn daginn á kjúklingastað beint á móti sjúkrahúsinu. Ég var enn á því að leggja mér ekki malavískt kjöt til munns svo ég keypti mér bara einhverja rúsínubollu og hugðist gæða mér á henni í hádeginu. Var búin með nokkra bita þegar mér verður litið ofan í pokann með bollunni og mér dauðbrá og missti alla list. Pokinn og bollan mín var iðandi af maurum. Ég losaði mig í skyndi við það litla sem ég var með í munninum þá stundina og við stunduðum ekki viðskipti við þennan stað meir... held reyndar að mér hafi ekki orðið meint af og jafnvel fengið bara smá prótein þarna en jakk...

Það sem mér finnst erfiðast við þessa dvöl mína hérna er að þurfa að horfa upp á fárveik börn sem virðast lítils virði og ekki stokkið til af fullum krafti til að bjarga þeim með álíka atgervi og heima. Í gær liðu t.d. 6 klst frá því að einn lítill fárveikur drengur var lagður inn þangað til að var búið að setja upp nál hjá honum og farið að gefa honum blóð. Manni finnst þetta ekki til eftirbreytni, en svona ganga hlutirnir hérna, sorglegt en satt. Hraði er eitthvað sem enginn virðist hafa áhuga á, kannski er það hitinn, kannski er það menningin, hvað sem það er þá held ég að það verði afar erfitt að breyta þessu. Heimafólk virðist ekki einu sinni sjá að það sé neitt athugavert við þetta, kippir sér hreinlega ekki upp við að þurfa að bíða 2-3 tíma eftir þjónustu. Annars getur maður engan veginn sett sig í spor þessa fólks, sem reiknar með að 1 af hverjum 5 börnum deyi fyrir 5 ára og að verða ekki eldra en kannski 40-50 ára. En nóg um það í bili.

Verð að láta þetta duga í bili.

Kveðja úr steikjandi hita,
Sólveig

12 Comments:

At 10:56 e.h., Blogger Elva said...

Ég trúi því að þér þyki erfitt að horfa upp á öll þessi fárveiku börn sem eiga litla von. Kannski þú takir bara Jolie og Pitt þér til fyrirmyndar og komir með eitt stykki heim með þér? Eða má kannski ekki ættleiða frá Malaví? Anyway... hafðu það áfram gott dúllan mín :)

 
At 4:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir fína póstkortið sem ég fékk áðan..
þú stingur bara eins og einu (barni þá..)í stóra bakpokann þinn þegar þú kemur heim, ja eða tveimur - einu handa mér líka...

 
At 9:40 e.h., Blogger Elva said...

Já takk fyrir póstkortið Sólveig mín. Það datt hér inn um lúguna á mánudag.

 
At 10:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

kippirðu ekki einumeð handa beggu líka eg held að það seeina vonin fyrir hana fyrst ekkert hefur gengid enn eftir öll þessi ferðalög
vala

 
At 6:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey er bara verid ad skjota a mann... dónt bílív it.
Ég lofa ad sjá um mig sjálf. Ef ég finn mer ekki álitlegann fola til undaneldis þá lofa ég ad ættleiða uppur fertugu:)

 
At 2:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, bloggið þitt neitar greinilega að taka við commentum frá mér. Geri hér með tilraun nr. 3. Takk æðislega fyrir póstkortið, gaman að því! Við IB þurfum líklega að fara að undirbúa heimkomupartíið, þú ferð bara að bresta á!
Bestu kv. MG

p.s. allt í góðu á vígstöðvunum
p.p.s. átti ég ekki að panta klippingu fyrir þig?

 
At 7:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já bara eins og allir...Takk fyrir kortið..Hermann kom með það til mín um helgina...Hlakka til að sjá þig...
Kveðja Anna Geirlaug

 
At 3:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ahahahhhaaaa bara varð að segja þér að myndin okkar eina sanna the punisher er í sjónvarpinu um helgina...spurning um að taka hana upp og horfa svo á þegar þú kemur?!?
Klassamynd, allir að horfa múhahaha

 
At 5:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Thad vaeri n'u alveg gott ad fara ad fara ad heyra adeins meira fra ther elskan. Gangi ther vel 'i ferdalaginu heim aftur 'a klakann.

 
At 5:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jaeja var adeins of fljot a mer. Var ekki buin ad kikja a island-malawi bloggid. Gott ad vita ad allt er i soma oklahoma....

 
At 12:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

gott að fáþig heim aftur
Vala

 
At 9:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

VELKOMIN HEIM!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home