mánudagur, desember 18, 2006

I'm in loooove :)

Ahhh...

Var í bíó áðan. Einmitt það sem ég þurfti eftir mjög svo strembna og annasama helgi á Hvík. Ég er búin að vera geyspandi í allan dag og undir kvöld var ég úrvinda af þreytu. Ef ég hefði ekki átt frímiða í bíó sem runnu út í kvöld, hefði ég háttað og farið að sofa þegar ég kom heim um rúmlega 5 í dag. En flugmiðarnir kölluðu og þar sem er orðið RÁNdýrt í bíó þessa dagana mátti maður ekki láta þá bara renna út í sandinn ónotaða, þannig að... ég bjallaði í Önnu pönnu og við skelltum okkur á ,,The Holiday". Þetta er ein fyndnasta og sætasta mynd sem ég hef séð alveg hreint fáránlega lengi. Að skella saman hinum drepfyndna apaketti Jack Black og sjarmörnum Jude Law með hvolpaaugun og þetta ótrúlega sexí glott er bara uppskrift sem gat ekki klikkað. Ég mæli 100% með henni og ekki væri hún verri ef maður hefði einhvern ,,special someone" til að njóta hennar með (ekki það að þú sért það ekki Anna mín, en æi... þið vitið hvað ég meina, er það ekki???). Allavega, þá er þetta mynd sem ég ætla að eiga. Við spauguðum með það hvort við ættum að rölta hringinn í Kringlunni og fara strax aftur... en öllu gamni fylgir einhver alvara og ég held að það hafi alveg átt við í þessu tilfelli.

Boðskapur dagsins...: Farið á ,,The Holliday" og njótið.

8 Comments:

At 4:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég var einmitt að hugsa um að fara á þessa mynd. En ég hélt kannski að hún væri of væmin fyrir Hannes. Á ég að taka hann með á þessa mynd??

 
At 4:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Búin að heyra að svefnlausu helginni.
Hérna smá er myndin of væmin fyrir mig?
Annars þá væri sko gaman að skella sér í bíó. Smá samanburður er hún betri en borat? því ég hélt ég myndi deyja úr hlátir á henni húbballa...
Sjáumst annars um næstu helgi:)

 
At 5:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er sko örugglega ekki of væmin mynd fyrir Markus (það vita þeir sem hafa lent í Pride and Prejudice maraþoni heima hjá okkur (c; ) svo ætli við skellum okkur ekki á þessa um jólin við hjúin! Gott að vita af einhverju góðu í bíó.
Bara 2 dagar eftir af helvíti!!!!!!
Kv. Mangi súri

P.s. hvenær ferðu norður?

 
At 11:55 f.h., Blogger Sólveig said...

Sko... myndin er mjög fyndin... miðað við að vera ,,dramatísk gamanmynd" en hún er náttúrulega ekki alveg í Borat klassa hvað varðar gamanið... og svo er hún bara sæt. Ég myndi alveg halda að þetta væri mynd fyrir þig Böglís, og Hannes getur held ég alveg farið líka þó ekki væri nema sem gamanmynd. Markus á alveg eftir að geta horft á þessa mynd, það get ég vottað.

Annars sit ég sveitt yfir jólakortaskrifum. Ætlaði auðvitað að skrifa þau um helgina á Húsavík, en einhvern veginn gafst ekki tími til þess :/ og jólin bara rétt handan við hornið svo ég verð að drífa í þessu.

Margrét mín, ég bruna norður á föstudagsmorgun. Ertu ekki í prófi á fimmtudag?

 
At 10:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ok, þá er það ákveðið. Ég býð Hannesi í bíó um jólin :)

Bestu kveðjur,
Elva

 
At 12:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bíó it is.

 
At 9:08 e.h., Blogger Hannes said...

Sáana í gær: 12 stig !

 
At 12:29 e.h., Blogger Sólveig said...

sko... vissi ég ekki ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home