sunnudagur, desember 03, 2006

SP Konditori

Fyrsti sunnudagur í aðventu loksins mættur. Ég verð að viðurkenna að það kom smá jólafílingur í mig um daginn þegar allur snjórinn mætti og búið var að kveikja á jólaljósunum yfir Laugarveginum. Þá ákvað ég hins vegar að það væri of snemmt að hleypa litla jólahjartanu af stað, svo ég setti jólaskapið í frost... er hins vegar búin að taka það úr frosti núna, en það ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér samt.

Í von um að ná að kveikja fiðringinn í maganum og koma jólahjartanu af stað ákvað ég að fara í konfektgerð. Jebb, þið lásuð rétt. Eitthvað sem ég hef ekki gert síðan... ja, allavega einhvern tímann á síðustu öld þegar mamma fór á konfektgerðarnámskeið. Ég á reyndar MJÖG erfitt með að ímynda mér að þetta döðlujukk sem er í pottinum mínum verði nokkurn tímann ljúffegir konfektmolar... en á eftir að húða jukkið með súkkulaði... þannig að það er enn von. Er ekki allt gott með smá súkkulaði? Ég er líka farin að teikna upp skraut til að gera á molana... þetta á sko að líta út fyrir að vera professional þó að það komi kannski ekki endilega til með að líta út fyrir að vera professional ;)

Nú er kominn tími á smá meiri konfektgerð. :Þ

3 Comments:

At 12:26 f.h., Blogger Elva said...

jammííí... hljómar allt mjög vel. Ef þú hættir við að vera læknir einhvern tíman á lífsleiðinni þá getur þú jú alltaf bara stofnað gourmet konfekt bakarí :)

 
At 12:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ÞAÐ greinilega alveg nóg að gera hjá þér skvís. Tónleikar, konfekt og kynþokki...
Annars þá er ekki alveg útilokað´að ég komi suður um helgina.
Bara svona að vara þig við...

 
At 1:41 e.h., Blogger Sólveig said...

Já, vertu ávalt velkomin böglís mín. Döðlujukkið bragðast bara merkilega vel, með smá súkkulaði auðvita :)

Uppskrift tvö afgreidd í gær og vonandi uppskrift 3 í dag. Þá er bara 1 eftir sem vonandi næst á morgun eða um helgina :) Aldrei að vita nema að ég taki þetta bara að mér eftir útskrift í vor ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home