þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Fréttir af Dr. Saxa...

Jæja! Sennilega kominn tími til að færa dyggum lesendum þessarar síðu fréttir af gangi mála í lífi Dr. Saxa síðustu daga.

Ég fékk mínar ástkæru vinkonur í heimsókn síðustu helgi og við skelltum okkur saman á Sugarcubes undir dyggri forustu Margrétar ;) Það þarf náttúrulega ekki að taka fram að þetta voru alveg hreint glimrandi tónleikar og hápunktur kvöldsins þegar Sjón steig á svið og tók ,,Lüftgitar" með þeim... úhúhú... ég get ekki neitað að það fór gleðihrollur um mig. Gott tromp til að draga fram úr erminni eftir annars frábæra tónleika.

Eftir verslunarferð og straujun (korta... gefin út af Visa...) var skellt í djammgírinn, blandaðir kokteilar, heimspólitíkin rædd og tilvonandi ríkisstjórnarkostningar ásamt léttvægari málum (je right...) og ég myndi sýna myndir ef ég væri búin að redda sambandi á milli tölvunnar og myndavélarinnar... það eru einhver mótmæli í gangi sko :/ Ekki má gleyma að brunað var lengst í burtu í stórhríðinni í Voga-partý... en við fengum aðgang, auðvitað... hvaða Vogungur vill ekki fá alvöru partýljón frá Skútustöðum og Baldursheimi til að bæta andrúmsloftið... (úps... gekk ég of langt núna??? tja, vonandi ekki enda bara létt spaug hér á ferð ;). Mikið fjör og mikið gaman en ekki nóg til að halda okkur þar alla nóttina heldur skelltum við okkur á Kofann í ,,góða veðrinu" og tjúttuðum of course, sumir meira en aðrir ;) Síðan tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að fara í leigubílaröð... sem ég ætla ekki að hafa fleiri orð um... annað en að þarna stóð ég í 2,5 klst, blaut, köld, dofnari í líkamanum en ég hef nokkurn tíman upplifað áður... og endaði svo með að fá ekki leigubíl. Við skulum bara segja að leigubílaröð síðustu helgar fari á toppinn yfir HRÆÐILEGAR leigubílaraðir :/ ohhh... ég fæ alveg hroll við tilhugsunina og svo er ekki laust við smá nefrennsli og hæsi til að minna mig á þennan fjanda líka.

Síðan hefur svo sem lítið gerst. Er að rembast við að reyna að halda uppi dampi til að lesa fyrir próf... en það er því miður ekki að ganga alveg eins og best væri á kosið... huhumm... :/

Heyrðu heyrðu, ég er alveg að gleyma að ég og Böglís fórum í bíó á fimmtudagskvöldinu og skemmtum okkur konunglega. Held ég hafi ekki komist svona nálægt því að pissa á mig af hlátri síðan... ég veit hreinlega ekki hvenær. Borat... BARA mynd sem fólk verður að sjá, hún er reyndar svona siðferðislega alveg á mörkunum... en það er samt bara ekki hægt annað en að hlægja og hananú.

oh well oh well... nú er það smá endurlífgunarlestur og svo mitt yndislega bæli :D

4 Comments:

At 7:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir helgina mín kæra, er svona komin langleiðina í að jafna mig eftir hana :)

 
At 10:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með að eiga bara eitt próf eftir!!!!

 
At 11:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sælessgan!
Og til hamingju með næstsíðasta prófið í gær (c:
Það þarf líklega ekki að spyrja að því að þú hefur skellt þér á tjúttið í gær!
Væriru kannski bara til í að baka smákökur og föndra músastiga fyrir mig fyrst þú ert ekki að fara í fleiri próf?
Kv. Mangi bókasúri

 
At 8:06 e.h., Blogger Sólveig said...

hehehe... ekki málið margrét mín. var einmitt að hugsa um að detta í jólaföndrið í dag, en ætla aðeins að bíða með það.

gangi þér vel í lestrinum

 

Skrifa ummæli

<< Home