miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Mismunum...???

Ég fór í dag með tveimu af læknum heilsugæslustöðvarinnar í hádegismat á Tilverunni, veitingastað í Hafnarfirðinum. Þetta væri sennilega ekkert sérstakt nema bara fyrir þær sakir að þetta er hefð sem kvenkyns læknar á heilsugæslustöðvum í Garðabæ og Hafnarfirði hafa tekið upp sín á meðal, þarna eru engir karlmenn leyfilegir... tja, ekki í þeirra hóp allavega, en þær eru nú svo sem ekkert að henda út öðrum karlkyns gestum af staðnum... enda myndi það tæplega líðast. Þær hittast sem sagt á Tilverunni 1 x í mánuði í hádegismat og ræða allt á milli himins og jarðar.

Mér finnst þetta mjög góð hugmynd og er meira en til í að vera í svona gúppu síðar á lífsleiðinni. En svo fór ég að hugsa... Er hópefli kvenna komið út í öfgar? Erum við farnar að útiloka karlmenn í of miklu mæli? Eru þessi karlkyns grey að verða útundan í heimi sem er upptekinn af því að jafna rétt kvenna á einn og annan hátt og hefur því jafnvel fyrir vikið skotið yfir markið á sumum sviðum...???

Phahaha... nei, hreint ekki. Pungarnir eiga sér líka sína hádegisfundi reglulega, og sennilega er það nú meira að segja svo að karlmenn eru í meirihluta á flestum fundum sem þeir sækja. Karllæknarnir á heilsugæslustöðinni ,,minni" (þeirri sem ég er á núna) eru ýmist í karlakórum eða meðlimi í ,,leynifélögum". Ég styð því heils hugar þessar konur í framtaki sínu.

Ætla að setja þessa hugmynd á bak við eyrað og geyma hana þar til ég verð orðin fullorðinn læknir... hvenær sem það nú verður :/

2 Comments:

At 9:46 f.h., Blogger Hannes said...

Helvizkir pungarnir...

 
At 10:06 e.h., Blogger Sólveig said...

nei nei... pungar eru ágætir, sérstaklega súrsaðir :Þ

Vona að þú takir þessa umræðu mína ekki OF hátíðlega. Ekkert bókstaflegt í gangi hér ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home