laugardagur, október 07, 2006

Jæja Elva mín... ætli ég haldi ekki áfram að blogga fyrir þig :)

Spurning dagsins: Eru gamlar gráhærðar konur sem keyra um á nýjum Benz jafn hættulegar í umferðinni og gamlir karlar með hatt...?

Mín skoðun: Ó já, svo sannarlega. Þær líta hvorki til hægri né vinstri, láta eins og þær eigi heiminn og þar með talið götur Reykjavíkurborgar. Þær eru gjörsamlega sneiddar tillitssemi og bæði ryðjast áfram OG svína fyrir mann.

Verð náttúrulega að taka það fram samt að nú er ég að alhæfa. Hitti bara eina svona í dag og alhæfing mín byggist á reynslu minni á henni.

Annars lítið að frétta. Hef átt sannkallaðan letidag í dag, kíkti í hádegismat til Önnu, rölti í Kolaportið og um Laugarveginn í ógurlegri mannmergð. Kom heim til að lesa en sofnaði auðvitað í sófanum og nú er ég að hugsa um að glápa á imbann. Verst er samt að eftir síðasta fall sjónvarpsfjarstýringarinnar minnar í gólfið virkar hún ekki svo kvöldið bíður ekki upp á letilega stöðu í sófanum og stöðvaráf með bara einum litlum fingri...

Kveð í bili,

SP solo

1 Comments:

At 7:08 f.h., Blogger Elva said...

takk fyrir ad halda afram ad blogga :)

 

Skrifa ummæli

<< Home