mánudagur, ágúst 07, 2006

Tæp vika í brottför... :)

Jæja, þá er eitt stykki Verslunarmannahelgi að baki og búið að vera óvenju mikið að gera hjá Héraðslækninum, og allt tengist það gestkomandi í Ásbyrgi og nágrenni.

Helgin byrjaði náttúrulega með hreint ótrúlegum tónleikum Sigurrósar í Ásbyrgi, í bongó-blíðu, blanka logni og brúsandi stemmingu. Þetta var hreint ótrúleg upplifun. Mjög ánægð með lögregluna á staðnum sem hleypti mér inn í botn á heilsugæslubílnum þrátt fyrir mótmæli einhverra landvarða... því annars hefði ég ekki mátt vera þarna. Leið reyndar alveg FÁRÁNLEGA illa að keyra í gegnum þvöguna, heyrandi fólk koma með misskemmtileg komment og á sama tíma að reyna að forðast að keyra á fólk. Leið meira að segja svo illa að ég var með tachycardiu (hraðan hjartslátt) og skjálfhent þegar ég mætti á bílastæðið, ekki laust við að áhrifa adrenalínsins gætti.

Hef annars reynt að taka lífinu rólega um helgina. Var náttúrulega alveg ömurlegt veður hérna í gær, hífandi rok, þoka og rigning... ekki alveg það sem manni finnst skemmtilegast.

Verð að viðurkenna að ég er farin að telja aðeins niður... svona pínu smá... sé fríhelgi um miðjan mánuðinn í hyllingum hreinlega. En áður en að henni kemur eiga frú Elva og herra Hannes eftir að kíkja í heimsókn og mér skilst að hún móðir mín stefni að því að kíkja líka áður en ég yfirgef staðinn. Jebb, afplánuninni fer að verða lokið og geðheilsan svona nokkuð í lagi... er reyndar farin að fá komment frá nákomnum að ég sé greinilega orðin eitthvað skemmd á þessum vikum hérna... en vonandi jafnar það sig fljótt.

En hætt þessu kjaftæði í bili... Síðar!!!!

1 Comments:

At 4:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elú...

við munum láta sjá okkur á skerinu innan tíðar, fyrir næstu helgi held ég bara. Læt heyra í mér þegar við nálgumst og plönin fara að skýrast.

 

Skrifa ummæli

<< Home