miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Aðdáendaklúbbur Dr. Saxa...

Ég á aðdáanda... dyggan aðdáanda. Hann talar ekki um annað en mig, sofnar með nafn mitt á vörum sínum, brestur í grát þegar hann þarf að fara frá mér (sem er nú ekkert nýtt að karlmenn geri við að yfirgefa mig... huhumm...) og horfir á mig með stjörnur í augum. Ég er ótrúlega sæl með þetta auðvitað :D

Vert að taka það fram kannski að drengurinn er ekki nema rétt tæplega 2gja ára :/

En hann er mikill aðdáandi engu að síður ;)

4 Comments:

At 11:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit að það er gífurlegt karlmannsleysi á Sléttunni, en er þetta nú ekki einum of langt gengið Sólveig mín?

 
At 10:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha... júbb, en þetta segir líka allt sem segja þarf um karlmannsleysið á staðnum ;)

Nada, kein, inte någon, ekki álitleg sála í tugkílómetra radíus... nema Austfirðingurinn sem kom um daginn... en hann er náttúrulega utanaðkomandi

 
At 8:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir skemmunina í gær!!!!!!

Ég hlakka til að koma í heimsókn á sléttuna og grilla eða elda eitthvað gott saman.

En svo ég tali um karla og karlaleysi þá geta karlar stundum bara flækt lífið. En ekki gefast upp dúllan mín, þú átt nú ekki eftir að vera lengi þarna í karlmannsleysunni :)

 
At 2:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Humm... ekki boðar það nú gott að heyra giftu konuna tala um að karlar flæki lífið... það eru reyndar heldur engin ný vísindi, ósköp einfalt líf að ráða sér bara sjálfur... en einmannalegt á köflum

Annars er tvíbreiða rúmið farið úr vistinni, hjúkrunarfræðingurinn á staðnum átti það víst og nú er hún að flytja og tekur þá rúmið með sér... en að er áfram nóg af rúmplássi í húsinu svo þið eruð guðvelkomin áfram :)

 

Skrifa ummæli

<< Home