þriðjudagur, júlí 18, 2006

þetta er fallegur dagur :)

Ó já... hver hefði trúað að ég ætti eftir að vitna í kónginn sjálfan hérna á þessari bloggsíðu... en þessi dagur gefur bara ekkert annað en tilefni til þess. Veðrið var FRÁBÆRT, eins og alltaf hérna á Norðurlandinu... Búin að hlaupa upp á eitt stykki fjall, og komst heil niður, borðaði léttan kvöldmat og er núna í þessum skrifuðu orðum stödd fyrir framan tölvuna á heilsugæslustöðinni, íklædd víðum íþróttabuxum og skældum bol, með ,,detox" tebolla og símana mína tvo í eftirdragi... og þetta gefur tilefni til frekari vitnana... ,,What more can a girl ask fore...???"

Annars er lífið frekar rólegt og gott hérna, þó að tíð bloggskrif beri svo sem ekki vitni um það. ,,Glanspíu" hringar hrannast upp, trefillinn er orðinn rúmur meter á lengd og hekluðu dúllunum fjölgar svo þið sjáið að það er ekki slegið slöku við hérna í læknabústaðnum ;) Hver hefði trúað að það væri minna einmannalegt ein í stóru húsi á Kópaskeri yfir sumartímann en í íbúðinni minni á görðunum í borg óttans...??? En ég ætla reyndar ekki að hrósa happi of snemma... bíðum fram í ágúst og sjáum hvernig hljóðið í mér verður þá ;)

En nú er það einn sex & city þáttur fyrir svefninn.

Adios

3 Comments:

At 10:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lengi Lifi Saxa Blogg!

Búin að gera allt sem hægt er að gera á Kópaskeri? Svo sem eins og fara í sjoppuna....uuuuuu. Já og fara í sjoppuna?

 
At 4:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Super color scheme, I like it! Good job. Go on.
»

 
At 10:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Búin að fara í sjoppuna og búðina... sem er by the way einn og sami staðurinn. Búin að fara í sparisjóðinn og pósthúsið... sem er by the way einn og sami staðurinn. Búin að fara á smurstöðina, dekkjaverkstæðið og vélaverkstæðið... sem er by the way einn og sami staðurinn.

Kópasker er sennilega staðurinn þar sem er mjög auðvelt að slá 2 eða fleiri flugur í sama höggi ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home