föstudagur, júní 02, 2006

Ótrúlegt en satt...

Hver hefði trúað þessu? Ekki ég allavega, hélt ég væri svo langt því frá að hafa nokkra tjáningarþörf en annað hefur komið í ljós. Stóð sjálfa mig að því yfir sjónvarpinu í gærkveldi að vera farin að búa til bloggfærslu í huganum... og ég sem er/var ekki einu sinni með blogg. Getur verið að ástæðan sé sú að í sjónvarpinu sást einungis stórhríð eða er orsökin netsambandsleysi í minni annars mjög svo kósí íbúð...??? Lét mig samt hafa það að horfa á Desperate housewifes í þeim gæðum, hljóðið heyrðist ... svona megnið af þættinum allavega :)

Annars lítið að frétta. Komin til Húsavíkur og byrjuð að vinna, fyrsti sjúklingurinn að mæta eftir 5 mín og það varð einhver ruglingur með ,,mjúka startið"... átti bara að bóka í annanhvern tíma, en í staðin fengu ritararnir þau skilaboð að það mætti bóka tvo í hvern tíma... sem betur fer byrjuðu þær samt bara á að bóka einn í hvern tíma og þetta uppgötvaðist áður en ég var komin með 15 sjúklinga á mínar hendur :0/ Hefði verið glæsilegt eða hitt þó heldur.

Jæja, best ég fari að sinna sjúklingunum :)

Adios í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home