mánudagur, júlí 10, 2006

Fullkomið brúðkaup

Var í FULLKOMNU brúðkaupi um helgina. Hún Margrét stórvinkona mín og náfrænka var að ganga í það heilaga með Markusi, stóru ástinni í lífi hennar. Margrét var svo stórglæsileg þennan dag, ekki það að það komi neitt á óvart, því það er hún svona dags daglega líka þessi elska :) og þó við sýndum nú nokkrar gamlar og kvikindislegar myndir af henni í veislunni, þá verður það ekki skafið af henni að hún var GULLFALLEG brúður. Til hamingju enn og aftur með þennan stóra dag og takk fyrir frábæra veislu. Er með strengi í dag, á mánudegi, eftir allt tjúttið og það segir nú sitt um partýstuðulinn :Þ

Takk fyrir mig :-*

3 Comments:

At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sælir saxi!
Þakka hlý orð í minn garð! Þakka sömuleiðis fyrir okkur hjónakorn!
En er ég síðust til að frétta allt eða? Þinns bara farinn að blogga og minns hefur ekki hugmynd!
Ég á allavega eftir að vera tíður gestur hér, hvort sem þér líkar betur eða verr.
Habbðuða gott á skeri því er kennt er við kópa.
Heyrumst ljúfan,
kv. dududduru

 
At 1:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ó já, þetta var frábær dagur í alla staði.

Hafðu það gott á skerinu og vonandi eru allir við hestaheilsu þarna norðurfrá.

 
At 11:49 e.h., Blogger Sólveig said...

Já frú Margrét... ég lét verða af því að byrja að reyna að blogga, taldi að ég gæti eytt nokkrum stundum í þetta föndur hérna á skerinu...

og það eru allir velkomnir í heimsókn, hvort heldur sem er hingað inn eða þar sem ég sit í þessum skrifuðu orðum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home