fimmtudagur, júlí 20, 2006

Kópaskersflugvöllur...

Alltaf bæti ég á afrekaskrána... búin að fara á flugvöllinn hérna á Skerinu. Var úti að hlaupa (ótrúlega dugleg...) og vissi náttúrulega ekkert hvert ég átti helst að hlaupa, þannig að ég fylgdi bara einhverri slóð hérna við þorpið... og endaði úti á flugvelli. Hljóp hann breiðan og endilangann og mikil traffík á vellinum. Flugtök og lendingar hægri vinstri, stífar æfingabúðir í gangi þar sem allir virðast vera jafnir, kríur, spóar, lóur, sandlóur og fleiri og fleiri. Þjálfarinn virtist vera herforingi að hætti USA... gamall og grár spói sem sýndi ótrúlega takta. Magnað alveg hreint. Ég verð reyndar að viðurkenna að nærvera skerandi ,,kríííí, krííí..." fékk mig til að skella hettunni á höfuðið. Þakka guði fyrir MA-hettupeysuna mína :)

Annars lítið að frétta. Skelli rós í mitt eigið hnappagat fyrir þetta afrek mitt í kvöld, að fara út að hlaupa. Litla sveitastelpan ég sem er svo ÁBERANDI utanaðkomandi hérna í þorpinu var í fyrsta skipti að þora út að hlaupa hérna síðan ég kom... ekki nema bráðum 3 vikur. Algjör hetjudáð að mínu mati. Hef hingað til verið sippandi vitlaus uppi í stofunni minni eða hjólandi-spinnegal hérna niðri í aðstöðu sjúkraþjálfarans so far... en nú er ísinn brotinn, nú verður farið út í hvaða veðri sem er ;)

Verð að fara að teygja á. Síðar :)

3 Comments:

At 11:59 f.h., Blogger um okkur said...

Já það var tími til komin að þú lést sjá þig utan vinnu.... En núna verðurðu að gera þér greyn fyrir því að nú mun fólk ekki tala um annað en að læknirinn sé farin út að hlaupa reglulega....

 
At 12:05 e.h., Blogger um okkur said...

Þú þarft líka að fara að setja eitthvað fleira inn á síðuna þína!

 
At 4:56 e.h., Blogger Sólveig said...

ha? setja eitthvað fleira inn á síðuna mína? hvað áttu við?

 

Skrifa ummæli

<< Home