miðvikudagur, júlí 26, 2006

Útlönd...

Hver kannast ekki við að hafa séð eina klassíska sænska barnamynd þar sem börnin eru í sumarbúðum? Þar eru viðarklædd, máluð hús, stöðuvatn, alltaf gott veður, hlæjandi börn út um allt og auðvitað skógur... Mér leið eins og ég hefði gengið inn í eina slíka mynd í gær. Fór heim að Sumarbúðunum við Ástjörn í fyrsta skipti og þar er allt ofantalið. Fékk skrýtna tilfinningu í magann við þetta, pínu fiðring. Fór sjálf aldrei í sumarbúðir á sínum tíma...

En talandi um útlönd... ,,Ut vil ek...", en það ætlar ekki alveg að hafast þetta árið, allavega ekki með skvísunum mínum. Ég VERÐ samt að komast eitthvað... þó ekki væri nema bara helgarferð ein með sjálfri mér. Kannski bara til Gautaborgar... því þar verð ég hreint ekki ein ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home