föstudagur, júlí 21, 2006

Saurguð...!!!

Guð minn góður! Mér finnst eins og ég sé óhrein... enda er ég það í orðsins fyllstu merkingu. Í ljósi góðs árangurs míns í gærkveldi (skokktúrinn í skjóli hráslagalegs veðurs og án þess að nokkur þorpsbúi sæi mig... held ég) ákvað ég að endurtaka leikinn í kvöld og fara sama hring. Þetta var hins vegar hreint ekki eins ánægjuleg reynsla og í gærkveldi. Í kvöld er veðrið vissulega mun betra og rosalega falleg kvöldsól, en það hafði líka það í för með sér að það voru fleiri en ég sem hugðust njóta kvöldsólarinnar... svo skokktúrinn byrjaði undir ALLT of mörgum og ALLT of vökulum augum ,,local" þorpara. Og ef það var ekki nóg... þá voru kríurnar frekar illar í kvöld. Byrjaði með að tvær þeirra skelltu sér ofan í höfuðið á mér í orðsins fyllstu og bættu svo gráu ofan á svart með því að skíta á mig... og til að kóróna kvöldið, þá tóku nokkrar stöllur þeirra upp sama athæfi, svo ég átti bara fótum mínum fjör að launa :(

Nú sit ég sem sagt hér, með sár á sálinni og saurug upp fyrir haus... reyndar meira svona bara á haus... jakk.... VERÐ að fara í sturtu :/ NÚNA!!!

2 Comments:

At 1:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha...kúkalabbi!
"giddigrrrrrriiiiiiii" eins og þetta eru fallegir fuglar, þá eru þær bölvaðar tusssssur!

 
At 1:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

NKL... og af hverju skapar náttúran svona fallega fugla, sem gefa frá sér svona ótrúlega gribbuleg hljóð??? Skil þetta ekki

 

Skrifa ummæli

<< Home