þriðjudagur, september 05, 2006

United 93

Fyrst ég er byrjuð aftur á annað borð þá held ég bara skrifunum áfram.

Var að koma úr bíó með frú Elvu, skelltum okkur á eina af mörgum 11. september myndum sem skjóta upp kollinum þessa dagana, United 93. Ágætis mynd þannig, ekkert allt of mikil svona ,,USA the best" þvæla, þó það eymi svo sem aðeins af því. Mæli hins vegar ekki með reykingarlyktini af unglingunum sem sátu fyrir aftan mig, en geta alveg mælt með rakspíralyktinni af gaurnum sem sat fyrir framan mig, en hann er auðvitað taken... hehe ;)

Hver ætlar að koma með mér í bíó á heimildarmynd á fimmtudagskvöldið???

2 Comments:

At 2:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sælnú!
Varð bara að kvitta, var svo ánægð að sjá líf á síðunni (c:
Við sjáumst nú á morgun...hlakka til!!! Best að fara að kaupa tónik og lime og lakka neglur og strauja dressið....jei!
Síjú beibí,
MG

 
At 11:58 e.h., Blogger Sólveig said...

jahá Margrét mín. Nú skal sko öllu til flaggað og ,,bærinn" tekinn með trompi... eða á ég kannski að segja ,,borgin# til að særa engann??? Hlakka til :D
Hehehe... ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home