þriðjudagur, september 05, 2006

úllallala...

...eins og stendur í lagatexta frá þeim tíma sem maður hefði átt að vera gelgja... hvort það var það sem ég gerði læt ég ósagt og öðrum í té að tjá sig um.

Annars er kannski rétt að hafa þessa færslu svolítið í fréttatilkynningarstíl, nefnilega ýmislegt gerst síðan síðast :)

Ég er byrjuð aftur í skólanum. Búin með sumarvinnu og komst lífs af, en það sem meira er að ég hef ekki frétt af neinum á mínu svæði sem ekki lifði nærveru mína af, svo þetta er ALLT í plús :D

Ég er komin á nýjan bíl, ekki beint úr kassanum samt, en hann er mjög svo nýr fyrir mér og líkar Dr. Saxa hann bara mjög vel. Var svo ótrúlega góðu vön að ég varð að vanda valið vel, sem ég tel mig hafa gert. Nú er bara að bjalla ef þið viljið komast á rúntinn ;)

Ég er líka komin með nýjan síma og er að melta það með mér hvort ég á að kaupa mér digital myndavél... og svo andmæli ég náttúrulega þessu geðveikislega lífsgæðakapphlaupi sem ríkir hér á Íslandi þess á milli... hehe...!!!

Þess utan hefur nú lítið drifið á daga mína. Skellti mér í brúðkaup síðustu helgi, jebb, mín bara búin að ganga upp að altarinu... HAHAHA... hver trúir svo sem að það gerist í bráð??? ;) Ekki ég allavega. Nei, nei, svona grínlaust þá hélt ég mig á aftasta bekk í kirkjunni en það var hún Freydís góðvinkona mín sem gekk í það heilaga með honum Guðna sínum, með dyggri aðstoð hans Ella litla. Rosalega falleg brúður eins og lög gera ráð fyrir, en í þetta skiptið alveg hreint sérstaklega falleg. Brúðguminn ekki síðri, en fékk sennilega ekki að heyra það eins oft og brúðurin. Frábært veður, góður matur og skemmtilega kósí og róleg stemming í veislunni þar sem vinir og fjölskyldumeðlimir brúðhjónanna fóru á kostum með skemmtiatriðum.

En nú er ég hætt, ekki meiri bloggari í mér en þetta :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home