mánudagur, september 18, 2006

Vinir á leið til ,,the land from below"... Nýja Sjálands

Var að koma heim frá því að kveðja skötuhjúin Elvu og Hannes í síðasta sinn í langan tíma. Er satt best að segja engan vegin að fatta að við munum að öllum líkindum ekki sjást í rúmt ár... RÚMT ÁR... mér finnst bara eins og við munum hittast aftur eftir 2 vikur... ca.

Ætla að því tilefni að skella inn nokkrum lýsandi myndum frá því fyrir rúmri viku síðan... úr kveðjupartýi sem fæstir muna nákvæmlega eftir, ekki að það sé neikvætt í þessu tilfelli, heldur frekar mælikvarði á að menn hafi skemmt sér ofur-vel ;)



Þetta voru náttúrulega BARA aðal-skutlurnar á staðnum... hehe... alveg hlutlaust og blákalt mat ;)




... þetta er BARA merki um hve innilegt kvöldið var og þar sem lesendur eru af öllum aldri og öllum trúfélögum, þá læt ég þessa mynd duga sem merki um innilegheit kvöldsins...



...og er einhverjum dirfist að detta í hug að það hafi ekki verið gaman þetta kvöld þrátt fyrir kannski svolítið sérstakt tilefni...



hefði ég haldið að þessi mynd segði meira en nokkur orð :D


Blessaðar séu minningar í vel geymdum sjóði og megi þær verða margar fleiri þegar þið snúið aftur úr þessu einstaka ævintýri. NJÓTIÐ út í ystu æsar og ekkert vera að sakna okkar neitt of mikið hérna á klakanum, við gleymum ykkur ekkert og tökum vel á móti ykkur við heimkomuna.Knús :O)

2 Comments:

At 8:12 f.h., Blogger Elva said...

Elsku Solveig! (madur verdur eitthvad svo vaeminn thegar madur er kominn svona langt i burtu...)

Alla vega... skemmtilegar thessar myndir!! Eg veit annars ad thid munid ekkert gleyma okkur en eg get lika sagt ad eg er thegar farin ad sakna ykkar allra!!

Stort knus,
Elva

 
At 9:18 e.h., Blogger Sólveig said...

Kerlan mín!

Horfðu þá bara á myndina af okkur öllum, og þú getur meira að segja talað við okkur á henni... það er alveg heilbrigt þegar maður er í nýju landi ;)

Svo geturðu náttúrulega líka haft hana fyrir framan þig þegar við spjöllum saman á msn, eða skype eða í síma :D

Vonandi eruð þið búin að koma ykkur ágætlega fyrir í bráðabyrgðahúsnæði og reddið svo íbúð fljótlega.

Knús :*

 

Skrifa ummæli

<< Home