fimmtudagur, september 07, 2006

Þjóðarstolt... eða þjóðarrembingur???

Ég fylltist sérkennilegri tilfinningu í gær. Var að erindast í Skeifunni og ákvað að skella mér á einn af hinum mýmörgu ,,amerísku" veitingastöðum á svæðinu. Nei, hreint ekki... ekkert McDonalds, KFC eða hvað þetta heitir nú allt saman, heldur Subway. Þegar ég stend í biðröðinni heyri ég hallmæli um mitt kæra Frón og ég fylltist þessari merkilegu tilfinnigu og var alveg til í að snúa mér við til að andmæla þessu, en sat á mér. Hallmælin voru á bjagaðri íslensku og komu af vörum renglulegs unglingsdrengs, sem greinilega er af íslenskum ættum en hefur búið erlendis um óvissan tíma. Síðan þetta gerðist hef ég verið að velta því fyrir mér hvort þessi tilfinning sem ég fann fyrir flokkast undir stolt eða rembing, þjóðernisrembing altso.... Hvað segið þið???

Var annars að koma úr bíó, þriðja skipti á tæpri viku... Fór á eina franska mynd með Berglindi vinkonu minni. Verð samt eiginlega að segja alla söguna, því við ætluðum á spænska mynd sem heitir Volver... en þegar við mættum á staðinn var uppselt. Í staðinn fyrir að snúa frá og reyna að finna okkur einhverja aðra afþreyingu skelltum við okkur bara á þessa frönsku mynd, sem heitir Angel-A. Sérstök, meira að segja sérstök fyrir að vera frönsk, skemmtilega fyndin á köflum og alveg hreint absúrd endir... hvað meira getur maður farið fram á??? Ég allavega skemmti mér alveg ágætlega og er endurnærð á sál eftir þetta.

En nú ætla ég að beina athygli minni að hinum mjög svo uppörvandi ,,Bodys" á RÚV :)

3 Comments:

At 1:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður eiginlega að segja hvað hann var að tjá sig um kappinn, svo maður geti metið hvort þú þjáist af stolti eða rembingi! Getur líka bara sagt mér það yfir öli í kveld (c;
Já, vonandi var þessi franska betri en sú sem við horfðum á um daginn, úff segi ég nú bara!
Sjáumst eftir nokkra klukkutíma!!!
Bæjósmæjó

 
At 3:22 e.h., Blogger Sólveig said...

Drengurinn sem sagt fullyrti að það væru bara skrýtið fólk búsett á Íslandi, hann skildi ekki Íslendinga og ekki íslenskt samfélag, sem væri með eindæmum sérstakt og fáránlegt að mörgu leyti. Viðmælandi hans sagði ekki neitt við þessu og pantaði sér bara 6" bræðing :)

Þetta er Ísland í dag... eða var hann kannski nýlega búinn að lesa GrapeVine???

 
At 3:54 e.h., Blogger Elva said...

jæja, nú er ég búin að bæta þér inn í favorites svo ég mun kíkja hér inn mjög reglulega. Eins gott að þú haldir áfram að blogga!!

En í sambandi við rembinginn og þjóðerniskenndina þá kýs ég seinni kostinn. Það væri t.d. rembingur ef þú héldir að við værum öðrum æðri, en þetta er bara þjóðerniskennd og strákbjálfinn náttúrulega bara skertur (og hananú).

 

Skrifa ummæli

<< Home