mánudagur, október 02, 2006

Markmið dagsins... að standa við gefin loforð frá því fyrir helgi :)

Úfff... þá er þessi ógurlega smákúrsatörn búin með öllum sínum laugardagsprófum. Hef ekki minnstu glóru um hvernig gekk, en það er bara höfuðverkur framtíðarinnar :)

Brunaði heim í sveit eftir prófið á föstudaginn, úrvinda af þreytu. Var í smölun og kinda- og lambastússi alla helgina og er með strengi á furðulegustu stöðum og marbletti á enn furðulegri stöðum... humm... segi ekki meir á opinni bloggsíðu ;) Brunaði svo suður í gærkveldi, örþreyttari en nokkru sinni fyrr og ,,vaknaði" í morgun á hápunkti úrvindunnar. Var búin að hjóla hálfa leið upp á Landspítala þegar ég fattaði að framdekkið var loftlaust :/

Nú er ég loksins byrjuð í verknámi þetta árið. Komin inn á svæfingardeild á Hringbraut. Búin að vera að ventilera (= anda fyrir fólk, blása í fólk með belg o.s.frv.) í allan dag og það er ótrúlega erfitt. Veit ekki hvort er hægt að lýsa þessu fyrir þeim sem ekki þekkja til, en ímyndið ykkur að þið séuð að reyna að halda á hringlóttu lóði, á bara fingurgómunum og lófarnir snúa niður... humm... þetta er sennilega algjörlega óskiljanleg útskýring, en myndræn sýning fæst í beinni eftir pöntunum við fyrsta tækifæri :D

Annars er satt best að segja voðalega lítið að frétta... það var kannski ekki bara próflesturinn sem hamlaði bloggfærslu... heldur bara hreinlega klassísk lágdeyða ;) Nei, heyriði... ég VERÐ að taka fram að ég fjárfesti í nýrri digital myndavél um daginn, algjört djásn, Canon EOS 350D... og ég er kolfallin. Er að hugsa um að hætta í læknisfræði, vinna fyrir mér sem læknanemi á hinum ýmsu deildum spítalans og skella mér í ljósmyndun fyrir peninginn. Hljómar þetta ekki bara ágætlega??? Eða ætti ég kannski að geyma þetta þangað til eftir að ég klára prófin í vor...??? hehehe ;)

En nú er nóg komið í bili. Ætla að reyna að verða einhvers frekar vísari fyrir morgundaginn, annar í svæfingu yfirvofandi. Nánar um það síðar :)

1 Comments:

At 3:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Loksins, loksins bloggfaersla!!! Tho thu hafir ekki mikid ad segja er gott ad lesa adeins hvad a daga thina drifur.

Enn og aftur til hamingju med flottu myndavelina thina. Eg styd thad ad thu gerist ljosmyndari :) Eda kannski bara i hjaverkum. Madur verdur ju ad hafa einn laekni i vinahopnum!

Gangi ther annars vel a svaefingunni. Vonandi lidur ekki of langur timi thar til naesta bloggfaersla verdur ritud.

Knus og kossar,
Elva

 

Skrifa ummæli

<< Home