mánudagur, október 23, 2006

Sjaldan er ein báran stök og ég orðheppin...


Úff púff...

Ég byrjaði á nýrri heilsugæslustöð í bænum í dag og vandaði mig náttúrulega extra mikið að koma vel fyrir, kynna mig og heilsa með handabandi því þarna verð ég í verknámi næstu 3 vikurnar. Þetta virtist bara ætla að ganga svona líka glimrandi vel, sló um mig við sænskan rannsóknarleiðangur sem var í heimsókn á stöðinni og komst meira að segja inn í tjattið á kaffistofunni í hádeginu... það var semst ekki fyrr en eftir hádegi sem mér urðu á mistök. Ég var búin að vera hjá einum og sama lækninum í nokkrum viðtölum og var búin að taka eftir að hann var með myndir af börnunum sínum í litlum römmum á skrifborðinu sínu... og svo var ein mynd af Quentin Tarantino þarna líka. Ég hugsaði mig um í 2 viðtöl í viðbót áður en ég hafði orð á þessu en ákvað svo að láta slag standa: ,,Hva... eru menn svo bara með mynd af Tarantino í fjölskyldualbúminu???" Læknirinn varð nú eitthvað hálf kindarlegur á svipinn, horfði á myndirnar og sagði: ,,Nei, þetta er nú bara sonur minn, en ég verð nú að nefna þetta við hann þó ég efist um að honum finnist þessi samlýking einhver heiður..." ÞARNA, akkúrat ÞARNA fór ég að roðna og gerði mér grein fyrir að það er líka hægt að skora mínusstig á fyrsta degi :/


4 Comments:

At 3:57 e.h., Blogger Anna Geirlaug said...

Þú hefur nú haft ótrúlega sjálfstjórn að spurja ekki fyrr en eftir hádeigi...ég hefði spurt strax og svo hlaupið heim...held ég...en jæja þá er það lærdómurinn

 
At 8:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

phhhahahaha eru menn svo bara með mynd af Tarantino í fjölskyldualbúminu????

 
At 10:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góð! ;)

 
At 12:13 e.h., Blogger Sólveig said...

Ég kemst ekki yfir hvað þessi mynd af ,,syninum" er lík Tarantino... ég var einmitt hjá þessum sama lækni í allan gærdag og gat ekki annað en horft á þessa einu og sömu mynd megnið af tímanum... þetta er rosalegt. Liggur við að ég verði að laumast inn til hans með símann og taka mynd af myndinni og skella hérna á síðuna, en það væri sennilega brot á persónuverndarlögum.

 

Skrifa ummæli

<< Home