sunnudagur, október 08, 2006

Hver er svo ósvífinn að hringja í mann kl 2 að næturlagi... og það úr leyninúmeri???

Já, svona... játaðu, hver sem þú ert.

Ég hefði getað verið steinsofandi og á kafi í draumalöndunum þess vegna, en verandi leigutaki á Stúdentagörðunum þá var það nú reyndar ekki raunin. Í húsi sem samanstendur að einstaklingsíbúðum sem ýmist hýsa pör... eða svona einstakt fólk eins og mig gilda nefnilega ákveðin náttúrulögmál, ekki síst um helgar. Þá á maður eiginlega ekki margra kosta völ annað en að:

a) vera algjört partýdýr og djamma eins og flestir hinir
b) vera ekki heima
c) vera heima en ekki láta þér detta í hug að þú getir sofnað fyrr en í fyrsta lagi hálf 3-3 þegar allir partýgestir eru farnir í bæinn

Kl 2 í nótt var ég sem sagt nýskriðin upp í og lá þar, bíðandi eftir að partýlætin færu aðeins að minnka... en þá mætir fólkið auðvitað fyrir framan gluggann minn, að bíða eftir leigubílnum sem það pantaði fyrir korteri síðan og hefur ekki látið sjá sig. Ég er sem betur fer bæði þolinmóð manneskja og farin að átta mig á þessum helgarlögmálum Stúdentagarðanna, svo ég bara lá róleg og beið eftir að Hreyfill leysti mig undan þeirri kvöð að hlusta á pissfullar gellur tala um hössl síðustu helgar þar sem aðal pikkupplínan var... ,,hey ljóti! viltu dansa"... virkaði að því er virtist ekki alltaf og niðurstaðan var að ef sæt stelpa segir þetta við strák (fylgdi ekki hvernig hann lítur út) þá taka þeir þetta sem móðgun og neita að dansa... en þetta virtist vera góð lína ef pían var ekkert svo mjög sæt... Djjjjúúúpt, finnst ykkur ekki???


Já, og ég semst svaraði ekki í símann... þó ég væri vakandi :)

6 Comments:

At 10:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eg er alveg saklaus - ALVEG SATT!

Kannski thetta hafi verid Hannes ad segja ad konan sin vaeri buin ad missa vatnid.....?? hahah... eins og tharna fordum daga a Kopaskeri ;)

 
At 3:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eitt í viðbót sem virkar það eru eyrnatapparnir. Virka einnig á ýmislegt annað en gelgjur með slæmar pikkup línur...

 
At 3:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jah, ekki var það ég. En Markus var blindfullur niðrí bæ, trúi samt ekki að hann sé farinn að hringja í vinkonur mínar úr leyninúmeri hahaha.
Sjitt, er að mygla í tíma, skil ekki neitt, afleiðusamningar blaaaaa. Get ekki beðið eftir að komast út á völl, farin að telja niður í klukkutímum, hugs hugs, uuuu 16,5 tímar í brottför, JEI!
Sjáumst rúsínan mín, sendi póstkort kv. MG

 
At 9:31 e.h., Blogger um okkur said...

Það var pottþétt ég!!!

 
At 8:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvada simanumer ertu m. Saxi; nu er eg i serdeilis agaetri adstodu til ad hringja i thig allar naetur, eigum vid ad segja svona half fimm ? : )

 
At 1:10 e.h., Blogger Sólveig said...

Hahaha... ekki málið hannes... hvað áttu annars margar konur sem eru komnar á steypirinn og sofa í tjaldi??? ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home