laugardagur, október 07, 2006

Bjórkvöld Félags Læknanema

Í gærkveldi boðaði Félag læknanema til bjórkvölds á Pravda... Ég mælti mér mót við aðal-skvísurnar í bekknum á Pravda. Þegar ég mætti á staðinn var ekki auðfundið hvar allir læknanemarnir voru, en þökk sé nútíma samskiptatækni, þá gat ég bjallað í hana Huldu og hún kom og fann mig. Við lentum hins vegar nánast í vandræðum með að fá aðgang. Á staðnum voru eingöngu 1.-3. árs nemar fyrir utan okkur, og hreint ekkert margir af þeim. Heyrðum reyndar út frá okkur að það væri einn 4. árs nemi á staðnum og svo mættu reyndar nokkrir í viðbót og 1 fulltrúi af 5. árinu lét sjá sig. Alveg gífurlega góð mæting sem sagt. Af ofansögðu ættu menn að geta gert sér í hugarlund að við skutlurnar af 6. árinu hækkuðum meðalaldurinn um nokkur ár svei mér þá... Er farið að hleypa grunnskólabörnum inn í læknisfræðina, ég bara spyr...???

Hér fylgja svo myndir af okkur skutlunum til að staðfesta orð mín hérna að framan og til að votta nærveru okkar á staðnum.




Kvöldið náði hámarki á Thorvaldsen, af öllum stöðum, sötrandi drykk aldarinnar og tjúttandi á annars tómu dansgólfi... sem náttúrulega fylltist þegar við mættum á staðinn. Teknar voru myndir af mætum lækni... sem var í góðum gír. Ákvað að láta þær ekki fylgja með vegna persónuverndar ;)

Takk þið hin sem mættuð ekki, því ég hefði ekki fengið svona marga ókeypis bjóra ef þið hefðuð öll mætt :D

2 Comments:

At 7:09 f.h., Blogger Elva said...

Thu ert alltaf jafn saet! :)

 
At 12:44 e.h., Blogger Sólveig said...

phaha... takk fyri það elva mín, virka nú samt eins og pínu rangeygð á þessari mynd finnst mér.

 

Skrifa ummæli

<< Home