sunnudagur, október 22, 2006

Landsbyggðartútta...

Ég heyrði þetta orð notað í fyrsta skipti í síðustu viku og féll strax fyrir því. Það var einn af rómuðum læknum Heilsugæslunnar á Akureyri, sem sagðist ekki hafa getað hugsað sér að verða læknir á LSH, ,,verandi sú landsbyggðartútta sem ég er" svo ég noti orð hans beint. Mér finnt þetta mjög lýsandi orð, líka fyrir mig svo ég ætla að taka það upp. Búin að sækja um að fá löggildingu á nýja nafninu mínu hjá nafnanefnd... Sólveig Landsbyggðartútta Pétursdóttir :)

Þeir eru með einhverjar mótbárur og segja þetta ekki vera sérnefni... en ég held bara áfram að hamra á því við þá að þetta sé löggilt íslenskt orð, sem beygist eftir íslenska beygingakerfinu og hvort það sé sérnafn eða ekki eigi ekki að skipta öllu máli. Er að hugsa um að mælast til þess við verðandi afkomendur mína að þeir taki þetta nafn upp líka og að það endi með að þetta verði ættarnafn... hehehe ;O)

3 Comments:

At 12:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Landsbyggðartútta Pétursdóttir!

Hvernig var helgin? Var ekki gaman hjá ykkur túttunum á slægjuballi?

 
At 6:06 e.h., Blogger Sólveig said...

Júhú, þar tjúttuðu tútturnar svo sannarlega... hehehe

Hljómsveitin hefði samt mátt vera svo sem eins og hálftakti hressari og þá hefði þetta alveg verið hreint brilliant ball. En ég skemmti mér allavega mjög vel og vonandi sem flestir aðrir.

 
At 12:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Landsbyggdartutta, dreifbylistutta, Dreifari etc..

allt algott og hentug millinofn.

 

Skrifa ummæli

<< Home