mánudagur, október 16, 2006

HAK

Ég finn hvernig dofinn tekur völdin í fingurgómunum og hugsa til þess er kuldaboli beit í þá í fyrsta skipti í langan tíma fyrir örskammri stundu. Ég kreppi bera lófana utan um haldið á Bónuspokanum og blóta í hljóði nýju fínu flísvettlingunum mínum, sem væri gott að hafa við höndina núna og hefði verið enn þá betra í morgun þegar ég skóf snjóinn af bílnum. Ég lyfti öxlunum og reyni að koma kraganum á úlpunni í hæð við eyrun í von um að halda í þeim lífinu þar til ég kemst í húsaskjól, sem er skammt undan. Ég verð þeirri stund fegnust þegar ég geng fyrir hornið og sé áfangastað minn - HAK.

Jebb, hér mun ég eyða næstu dögum í að læra að lækna Akureyringa og nærsveitamenn, og er nú þegar búin að komast að því að þetta er ærið verkefni og þörf fyrir fleiri til starfa í þessum harða og lýjandi bransa... Fyrirhuguð ferð til Grenivíkur núna eftir hádegið og svo Grímsey city á morgun, þ.e. ef veður leyfir.

Þið fáið ,,öll" að fylgjast með ;)

2 Comments:

At 11:32 e.h., Blogger Elva said...

Gangi þér vel á Akureyri og nærsveitum og vonandi verður fært út í Grímsey!!! Hefur þú komið þangað áður?

 
At 4:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vil benda eigenda síðunnar á að ef hún er búin að gleyma því þá er gott að hafa góðann lager af utanyfirflíkum í aftursætinu á bílnum. Einnig vil ég benda á gömlu góðu kraft gallana þú veist, bara fyrir kynþokkann. Kemur í veg fyrir að hann leki af manni sem jú eykur hann um allan helming;)
Verst að það kemur manni í bölvuð vandræði við að forðast karlmenn sem ásækja mann þannig að... líklegast er nú bara best að gleyma þessu öllu saman... þú veist að þurfa að vera að fela sig út um alla Akureyri í rambóleik útaf kraftgallakynþokkanum... sem jú gæti komið sér illa þar sem að hlaup útum allt í kraftgalla er ekkert svo spennandi svona hitafarslega séð...
en núna er ég komin langt útum og útfyrir þúfur þannig að adios

 

Skrifa ummæli

<< Home