laugardagur, október 28, 2006

Kaktusar!!!

Ég fór í heimsókn á heilsugæslustöð hérna á höfuðborgarsvæðinu í vikunni, sem er svo sem ekki í frásögur færandi... fyrir utan kaktusasafn mikið sem er á staðnum. Við komu á stöðina var náttúrulega tekið vel á móti okkur og byrjað á að ganga með okkur um í ,,sight-seeing". Áðurnefnt kaktusasafn kemur ekki við sögu fyrr en við komum að herbergi hjúkrunarfræðinganna... þar voru allir gluggar og borð þéttsetin af kaktusum... sívölum og ílöngum... og ég veit ekki hvort það segir meira um mig (og skort á XXX) eða þær en þetta leit nánast út eins og safn af gildum limum... (og þá meina ég ekki meðlimum í einu né neinu) mishærðum eða vel búnir nálum...

Nú veit ég ekki nema þessi færsla uppljóstri enn frekar minn innri mann, sem hugsanlega hefur verið dulinn einhverjum áður... en það verður þá bara að hafa það.

2 Comments:

At 5:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég vissi þetta alltaf, þú ert algjör dónakelling..múhahah
Það er nú eitthvað annað en sumir...

 
At 7:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

velkomin í perravinafélagið
"sem kunna sko að standa í röð"
eða...

 

Skrifa ummæli

<< Home