sunnudagur, nóvember 12, 2006

Leigubílaröð...

Ég skellti mér á Sálina á Nasa með nokkrum einstökum bekkjarsystrum í gærkveldi, sællra minninga. Þetta var þrælskemmtilegt alveg hreint, dansað og tjúttað og... jább, dansað aðeins meir. Gamanið tók samt endi um síðir og við skelltum okkur út í ,,góða" veðrið. Það ringdi held ég ísnálum í gærkveldi og blés mjög svo köldu. Eftir eina pylsu og kókómjólk (skyldumáltíð fyrir heimför af djamminu) byrjuðu vandræðin að koma sér heim. Eftir mikinn nauðgunaráróður í fjölmiðlum undanfarið er svo komið að ég þori ekki lengur að labba ein heim af djamminu. Og hvað gerir maður þá? Pikkar upp gaur og fær hann til að fylgja sér heim? Tekur áhættuna enn einu sinni og arkar einn heim? Lætur Skutluna koma þér heim? Tekur leigubíl?

Ég er nú ekki alveg sú sleipasta í pikk-uppinu... og svo gæti maður af einskærri heppni pikkað upp glæpamann þess vegna svo ég valdi að hafna þeim kosti. Vegna nýlegra dæma í þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að arka ein heim, jafnvel þó að ég sé búin að vera að læra box í tæpar 2 vikur. Þá ákváðum við að láta reyna á þetta Skutlu fyrirbæri. Ég var með 2 Óskarsdætrum sem búa í sama húsi í Hátúninu og þær ætluðu að deila einni Skutlu og ég taka eina á Garðana... Þegar allt kom til alls þá er þetta RÁN, kostar meira en leigubíll og keyrir þig ekki einu sinni heim að dyrum heldur bara í þitt ,,hverfi". Hvernig eru svo ,,hverfi" skilgreind? Er þeim skipt eftir póstnúmerum? Ef svo er þá tilheyra Stúdentagarðarnir 101 þannig að það er alveg spurning hvar þeir yfirhöfuð myndu skutla mér út og ég þurfa að labba ein restina af leiðinni. Svo við gáfum skít í skutluna. Skutlurnar 2 Óskarsdætur ákváðu að rölta heim í sameiningu, þær sáu jú fram á að þurfa að standa einhvern hálftíma í leigubílaröð hvort eð var. Ég hins vegar varð að láta mig hafa það að standa í fjandans leigubílaröð í tæpan klukkutíma, í ísköldum vindi og rignandi ísnálum, umkringd ótrúlega leiðinlega fullum samlöndum mínum. Fyrir aftan mig í röðinni var miðaldra fólk sem gerði ekki annað en að tuða, voru ýmist að rífast sín á milli eða rífast út í loftið yfir þessu fyrirbæri ,,leigubílaröð" og að það væri út í hött að ,,frjáls maður í frjálsu líðveldi láti bjóða sér annað eins..." Guð hvað mér leiðist svona fólk. Við hliðina á mér í röðinni stóð einn gaur, sem by the way smyglaði sér inn í röðina en mér var svo kalt og heilafrumurnar komnar í lágagírinn til að spara orku að ég gat ekki staðið í því að vera með vesen út af þessu. Hann var ekkert ómyndarlegur svo sem, þannig að maður hefði nú getað sett í hösslgírinn, en kúplingin var alveg hreint frosin og handbremsan á, enda kannski eins gott því hann fór að koma með mjög svo ósmekkleg og leiðinleg komment um fólkið í kring um okkur og sýndi ekki af sér góðan þokka (eins og þessu myndi vera lýst í íslenskum róman frá um miðri síðustu öld). Fyrir framan mig í röðinni voru svo börn... þau litu allavega ekki út fyrir að vera með aldur til að vera úti svona seint/snemma, höguðu sér mjög svo barnalega og steininn tók algjörlega úr þegar þau fóru að syngja jólalög... Þá hélt ég að mér væri ALLRI lokið, en nei, það var enn eftir ca. hálftími í röðinni. Ég varð þeirri stund fegnust þegar ég komst inn í bíl og brunaði heim á leið, örugg frá fullum og leiðinlegum djammverjum sem og nauðgurum og öðrum ofbeldismönnum.

Svona er nú Ísland í dag :)

5 Comments:

At 1:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jahjá það munar ekki um það. Ætla hér með að bjóða þér uppá fylgdarþjónustu heim af djamminu næstu helgi...
Gjald fyrir heymfylgdina er húsaskjól...
Annars þá stið ég þig í því að gefa ekki jólagjafir. Hætti því fyrir líklega 2 árum og finnst það bara gott. Tek ekki þátt í því að kaupa og selja jólin og hana nú...

 
At 8:25 e.h., Blogger Elva said...

Gott að þú komst klakklaust heim á endanum :)

 
At 9:28 e.h., Blogger um okkur said...

Sólveig gott að þú komst heim kella.. éG hugsa´ að þú verðir bara að fara að hringja í fylgdarþjónustu áður en að þú ferð út og pannta kall til að fylgja þér heim... ekkert annað eða.. ef að hann er eins og Dimitry þá máttu taka hann..

 
At 11:58 e.h., Blogger Sólveig said...

ohhh... Dimitry... :Þ jamm jamm jamm... :D

 
At 11:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sérdeilis indælt ha...

 

Skrifa ummæli

<< Home