föstudagur, nóvember 03, 2006

Hrekkur

Mér dauðbrá í gærkveldi. Var búin að henda þvotti í 4 vélar niðri í þvottahúsi á görðunum, eins og ég hef stundað svona nokkuð reglulega síðustu 6 árin. Það var ekkert sérstakt við þessa þvottaferð svosem... nema hvað að þegar ég fór að ná í þvottinn var myndarlegur karlmaður að setja í vélina... við þetta brá mér satt best að segja. Ég hef ekki lent í þessu áður í öll þessi stúdentagarðsár mín, svo það er nú svo sem alveg kominn tími til. Ég náttúrulega bauð góða kvöldið eins og ég geri nú vanalega (hvort sem þvottahúsgestir eru myndarlegir karlmenn eður ei...) og svo vildi ég bara sökkva í gólfið því ég áttaði mig á því að ég var nýkomin úr sturtu... með hárið hálfblautt enn þá og það sem farið var að þorna var með uppsteit og allt ýft og vitlaust og gott ef það voru ekki enn smá maskarabaugar undir augunum eftir sturtuna.

Gott Sólveig!!! Ég þakkaði reyndar guði fyrir að hann var ekki þarna þegar ég henti í vélina, nýkomin úr Baðhúsinu, rennandi sveitt og eldrauð í framan.

Ég kann sko að heilla þá upp úr skónum við fyrstu kynni, hehe... Er þetta ekki rétta leiðin annars??? Reyndar engar líkur á að svona gaur sé single... nema hann sé þá gallaður að einhverju leiti og þá vil ég hann náttúrulega ekki ;)

3 Comments:

At 6:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Don't worry Sólveig. Þetta er einmitt leiðin til að heilla þá ;)

 
At 10:23 e.h., Blogger Sólveig said...

HAHAHA... já einmitt, hef tekið þetta upp sem almenna reglu og fréttum af árangri verður komið til skila hér um leið ;)

 
At 11:43 e.h., Blogger um okkur said...

Hvað er þetta þú passar bara næst að fara vel til höfð í þvottahúsið.. vil ekki hafa það að þú sért að spóka þig illa til höfð í borginn...
Djók kella... ég er reyndar meira stolt af þér... :)

 

Skrifa ummæli

<< Home