föstudagur, nóvember 10, 2006

2 próf eftir á læknadeildarferlinum

Úff... búin að láta rakka mig niður í munnlegu prófi, það jafnast nú ekkert á við það til að koma manni í helgargírinn :) Var alveg búin á því áður en ég fór upp á LSH, eftir 3 tíma svefn í nótt og kvíðahnút í maganum í marga daga. Prófið gekk semst ekki vel... en er búið og ég er mun hressari núna, búin að búa til hummus eftir uppskriftinni hennar Elvu. Þetta er reyndar alveg hreint fjári sterkt hjá mér, sennilega of mikið engifer, of mikill hvítlaukur og of mikil steinselja... en ósköp gott samt.

Ég held að það sé orðin staðreynd að ég á bara eftir 2 próf í læknadeild... eitt eftir 2 vikur og svo síðasta prófið ekki fyrr en í vor :) Jeminn hvað tíminn líður hratt og jólin bara handan við hornið :Þ

Helgarplönin óákveðin hjá mér allavega. Njótið helgarinnar gestir góðir :)

2 Comments:

At 5:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhhh munnleg próf eru ömurleg! nokkuð viss um að þú hafir samt staðið þig vel :)

 
At 7:00 f.h., Blogger Elva said...

ohhh... já, próf eru ömurleg. En vá, bara 2 próf eftir??

Heyrðu, værir þú nokkuð til í að senda mér uppskriftina af hummusinu í tölvupósti? Og svo máttu alveg lauma einhverjum öðrum uppskriftum með ef þú vilt, mig vantar svo hugmyndir af mat til að elda hérna...

og þið hinar sem lesið þetta - ef þið munið eftir góðum uppskriftum, þá endilega senda mér ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home