þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Tarantino-færsla II

Jeminn eini... ég kemst ekki yfir hvað áðurnefndur gaur er líkur Tarantino... (vísa í fyrri færslu). Ég horfi á þetta í hvert skipti sem ég er inni hjá þessum lækni, nánast stari bara á þessa mynd og hún er nánast það eina sem ég sé þarna inni.

Ég sprakk svo næstum því úr hlátri í gær þegar ég fattaði loksins á hvern annar sonur þessa sama manns minnti mig á... Eli Roth... bara jafnvel aðeins myndarlegri en hann. Ég átti verulega bágt með mig þarna inni í miðju viðtali við skjólstæðing.

Er þetta eðlilegt? Það besta er samt að ,,Tarantino" og ,,Roth" eru í eins litum römmum...

Þessir bræður gætu alveg gert góða hluti á grímuballi og bara vera þeir sjálfir... en vera í raun Tarantino og Roth. Já, eða bara komið fram opinberlega sem framleiðendur ,,Hostel". Ég ætti kannski að benda þeim félögum á þetta og þeir gætu fengið vinnu sem tvífarar þessarra ,,merku" manna...


3 Comments:

At 8:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert svo dugleg að blogga elskan að það hálfa væri hellingur.
Annars þá er fátt jafn ofbeldisfullt thaibox, fólk er í alvörunni nánast að sarga líftóruna úr hvort öðru....
Þannig að ég vona að þú verðir ekki "svona keppnis" í þeirri íþrótt. Allavegana þá kemur læknisfræðin sér vel....
Adios amiga og ég bið að heilsa sæta dúddanum í þvottahúsinu...

 
At 11:18 e.h., Blogger Sólveig said...

umm já... skal sko alveg hafa upp á honum til að skila kveðju ;)

Annars ætla ég nú ekki að fara að keppa í thai box... bara að brenna nokkrum kalóríum, vera ein af ,,the lovely ladies" og jafnvel hafa smá tækni á bak við mig í sjálfsvörn ef að til þess þyrfti að koma, sem vonandi verður samt aldrei :)

 
At 6:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég man eftir að hafa séð thai box í sjónvarpinu í Thailandi þar sem öðrum kallinum var bókstaflega hent út úr hringnum. Meðan sá sem eftir var í hringnum var að fagna þá fann hinn eitthvað barefli fyrir utan hringinn, laumaðist inn og kom aftan að gæjanum og lamdi hann með því. Það kalla ég brútal!

En já, þú ert geðveikt dugleg að blogga. Það líkar mér :)

 

Skrifa ummæli

<< Home