sunnudagur, nóvember 05, 2006

Vefjasýni...

Það er best ég greini frá boxtíma 2... Við fengum hanska í þetta skiptið, gamla gatslitna sem þjálfarinn hefur án efa svitnað heilan helling í en mun skárra samt að boxa með þeim en berhentur. Sár mín frá fyrstu æfingunni voru náttúrulega ekki gróin á föstudaginn og þegar ég fór að boxa með hönskunum festist ég í þeim í bókstaflegri merkinu... hanskarnir klístruðust í sárin og þegar ég reif mig úr þeim skildi ég eftir vefjasýni... En ég lifi það af ef næstu notendur hanskanna gera það :)

Helginni hefur nánast eingöngu verið eitt við svæfingar... ýmist lestur fyrir próf eða í djúpum draumförum ofan í bókina... því það er sko hreint ekki erfitt að sofna ofan í þá bók/glósur eins og nafnið ber með sér (Anesthesiology...)

Ég varð líka að henda rósinni minni áðan... jább, fékk nefnilega gefins rós síðustu helgi og er að fatta það núna að ég bloggaði aldrei um það. Þetta var alveg hreint hápunktur síðustu helgi (og þá sjáið þið hvað þarf lítið til að gleðja einfalda sál eins og mig...) og á sko sannarlega skilið bloggfærslu. Ég fór í rólegheitum að ná mér í klaka í Nóatún úti á Granda sl. laugardag (því þar er hann ókeypis sko, þó ég hafi reyndar keypt sódavatn líka til að friða mína eigin samvisku) og þegar ég er að ganga út er rétt að mér eitt stykki hvít rós... ,,Má bjóða þér rós?" Ég þáði með þökkum auðvitað og splæsti mínu fínasta brosi til baka til táningsstúlkna, sem gerðu með þessu einfalda framtaki sínu mikið góðverk.

Mig langa oftar að fá blóm svona alveg upp úr þurru bara :)

1 Comments:

At 8:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kannast vid thetta med ad frida samviskuna thegar madur var ad naela ser i klaka i Noatuni...

Ohh... 'eg sakna thin svoo!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home