laugardagur, nóvember 11, 2006

Jólin, jólin, jólin koma brátt...

Ég sem hélt ég væri alveg ótrúlega snemma í þessu í ár. Ákvað að fara í dag og kaupa fyrstu jólagjafirnar svona með það að markmiði að koma þeim í póst nógu snemm svo að þær hafi borist á leiðarenda fyrir jól svona til tilbreytingar. Fannst einmitt svo sniðugt að drífa í þessu líka og losna við að fara í Kringluna fullskreytta svona löngu fyrir jól og troðast á milli í þvögunni...

...en ég var OF sein :( Það er búið að fullskreyta Kringluna, og örtröðin er byrjuð og fólk farið að pína börnin sín með sér í Kringluna og fleiri álíka staði, börnin hágrátandi upp til hópa og allir argir og pirraðir. Alveg það sem ég vildi forðast. Og ég sem á eftir að kaupa nánast allar jólagjafirnar enda ekki nema rétt miður nóvember svo sem.

Að þessu sögðu hef ég ákveðið að kaupa engar jólagjafir í ár... og det är nu det...

1 Comments:

At 9:22 e.h., Blogger Elva said...

æi já ég skil þig vel. Þegar við komum hér í september var "rúmfatalagerinn" (búð sem heitir Warehouse) strax komin með fullt af jóladóti, jólakort, jólaskraut, súkkulaðidagatöl, jólatré, jólanammi og bara nefndu það! Í SEPTEMBER!!

hvað er að?

 

Skrifa ummæli

<< Home