sunnudagur, nóvember 26, 2006

að ógleymdum óförum....

Afsakið! Ég gleymdi alveg óförunum... var reyndar að velta því fyrir mér hvort ég ætti yfir höfuð að blogga um þær, en þetta er eiginlega pínu skondið svo ég hef ákveðið að deila þessu með ykkur, dyggum lesendum mínum og nánum vinkonum :)

Það vill nefnilega svo skemmtilega til að hún Magga Dís, gestgjafinn úr síðustu bloggfærslu á ferkantað, massíft stofuborð úr gegnheilum við. Það vill auk þess svo skemmtilega til að þetta ákveðna stofuborð leikur aðalhlutverkið á móti mér í þessari færslu. Ég var semst mikið í því að dansa í stofunni hennar Möggu í gærkveldi, en langt því frá að ég hafi verið ein um það, og stofan hennar Möggu er ekkert svo ógurlega stór þannig að það var ekki alveg laust við að væri smá troðningur á ,,dansgólfinu" á tímum. Á einu slíku mómenti verður mér fótaskortur... og ég dett aftur fyrir mig, en verandi kýrskír man ég að fyrir aftan mig er áðurnefnt sófaborð og í tilraun minni til að forða mér frá því að detta á borðið læt ég reyna á liðleika minn og reyni að snúa mér frá borðinu í fallinu (ég veit þið eruð alveg að sjá þetta fyrir ykkur og vonandi farin að munda skelfingarsvipinn á andlitinu). Þrátt fyrir að ég sé alveg hreint kattliðug ;) tókst þessi fimleikaæfing mín ekki betur en svo að ég endaði á borðinu... þó ekki nema rétt á bláhorninu... og ekki nema rétt blábotninn á mér. Ég ætla ekkert að fara í nein frekari smáatriði í þessu máli, en þetta var ógeðslega vont, en mér tókst að halda kúlinu og harka af mér, standa upp og halda áfram að dansa og fann ekki fyrir þessu meir... þ.e. þangað til ég bylti mér í rúminu í morgun. Þá fann ég ógurlega til í vi. rasskinninni. Ég fór fram á bað til að kíkja hverju þetta sætti, og viti menn, í speglinum sé ég að á vi. rasskinninni er alveg hreint STÆRÐAR marblettur, og svo skemmtilega staðsettur að ég er guðs lifandi fegin að þetta var ekki oddmjórri lendingarstaður, því þá hefði ég verið tekin í rass í orðsins fyllstu :)

Boðskapur sögunnar er í raun tvíþættur:
a) ekki eiga stofuborð úr gleri (það hefði gert þessa bloggfærslu enn skelfilegri og víðtækari... úff, ég legg ekki einu sinni í að hugsa svo langt)
b) stofuborðið hennar Möggu er alveg úrvals borð

3 Comments:

At 10:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eins gott að borðið náði ekki að taka þig í rass Sólveig mín... fyrir mína parta er einstefnuloki á þessum líkamshluta - ekkert inn takk fyrir takk... hvað þá heilt stofuborð (o:

 
At 10:33 e.h., Blogger Sólveig said...

Nei, einmitt Elva. Minn er líka einstefnuloki sko þannig að ég er mjög fegin líka ;)

 
At 10:54 e.h., Blogger Hannes said...

too much information.

 

Skrifa ummæli

<< Home