laugardagur, nóvember 25, 2006

Af hetjudáðum og óförum Dr. Saxa...

Úllalla... enn ein helgin komin og enn eitt djammið búið...

Var semst í prófi í gær, tvíþætt próf, skriflegt fyrir hádegi og verkleg endurlífgun eftir hádegi. Ég get með stolti sagt að ég náði að bjarga sjúklingnum mínum og fékk góð ummæli fyrir frammistöðu mína í verklega hlutanum. Held að bóklegi hlutinn hafi alveg sloppið en ekkert endilega neitt meira en það.

Svo var vísindaferð í gærkveldi, fyrsta vísindaferðin mín í mjög svo langan tíma og jafnvel kannski sú síðasta í læknadeild, hver veit. Þar var vel veitt og við nestuð af veigum við brottför enda ferðinni heitið í post-vísindaferðar-partý hjá Möggu Dís þar sem var glimrandi stemming, röð á klósettið og dans í stofunni, sem er BARA klárt merki um vel heppnað partý og góða stemmingu. Svo var náttúrulega farið í bæinn, á fjand... Óliver að vanda en það var allt í lagi í þetta skiptið. Ég held reyndar að menn hafi verið á launum í gærkveldi við að troða mér um tær... allavega var það alveg hreint óþægilega vinsælt :/ En semst mikið fjör og mikið gaman.

Dagurinn í dag hins vegar verið í rólegri kantinum, þrátt fyrir ánægjulegt þynnkuleysi. Megi framtíðin geyma fleiri djömm og þynnkuleysi :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home