mánudagur, nóvember 27, 2006

My name is Bond... James Bond

Ég viðurkenni fúslega að ég hef aldrei verið 007 aðdáandi, en hef séð nokkrar myndir samt, bæði nýjlegar og eldri. Svona almennt finnst mér þessar myndir eiginlega bara hreint ekkert spennandi heldur drepfyndnar. Það er allt svo mörghundruð metrum yfir markið að það er hreinlega ekki annað hægt en að hlægja að þessu.

Það sama á við um nýju myndina finnst mér. Skellti mér á hana í gærkveldi og var þetta bara hin besta skemmtun, hló alveg slatta... og hélt ég myndi drepast úr hlátri í öllum senunum þar sem reynt er að sýna minnstu takta í átt að einhverju sem á eflaust að kallast læknisfræði... en það er aftur annað mál og ég ætla ekki að skemma fyrir neinum með leiðindaumræðu um það. Hinn ljóshærði Bond fer ekkert verr með hlutverk sitt en dökkhærðir fyrirrennarar hans og ísbláu augun gera hann eiginlega bara extra cool.

Auk þess fékk ég ótrúlega skemmtilegt símtal í gærkveldi... Það hefur loksins fengist endanlega staðfest að ég er að fara til Malaví í ársbyrjun og mun dvelja um 1/6 hluta af árinu þar. Ég hlakka rosalega til, þetta verður ævintýri og vonandi eingöngu jákvæð reynsla :)

4 Comments:

At 9:22 e.h., Blogger Elva said...

Til lukku með Malaví :)

Hvenær ferðu og hvað verður þú lengi??

 
At 3:54 e.h., Blogger Sólveig said...

Ég fer í byrjun janúar og kem heim í byrjun mars, vonandi nógu snemma til að ná árshátíð, sólbrún og skorpin :D

 
At 6:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

frábært verð með þér í anda á svæðinu;)

 
At 10:26 f.h., Blogger Hannes said...

Ég var að sjá Bondinn. Hörkumynd; hefur allt það sem góð mynd á að hafa uppá að bjóða - að mínu mati.

 

Skrifa ummæli

<< Home