laugardagur, desember 02, 2006

Rock star tónleikar - oh oh oh oh oh ohhh...

Ahhh... svíf enn um á bleiku skýi :D

Þetta var ótrúlegt, ég hefði ekki viljað missa af þessu. Smellti af um 150 myndum og hætti bara af því að öryggisverðirnir voru farnir að fetta fingur út í myndatöku mína :( Vildi síður að þeir myndu eyða öllum myndunum sem ég hafði þá þegar tekið, svo ég pakkaði henni bara niður. Synd, því þá rétt var ég komin nógu nálægt sviðinu til að ná almennilega að súma.

Það var ótrúlega góð stemning, í fullri höll, með skopparabolta eins og Toby og Storm sem hamast endalaust á sviðinu, að ógleymdum Dylönu og Magna. Þessi Josh gaur var samt ekki alveg að gera sig, fínn söngvari, en söng bara lög í rólegri kantinum og dempaði stemninguna svona frekar heldur en hitt. Húsbandið er náttúrulega bara ótrúlega gott, held að sigurvegari keppninnar sé miklu frekar Dylana sem fær að syngja með þeim, frekar en Lucas sem er dæmdur til að vera söngvari Supernova... Ekki skemmdi fyrir að Rafael, annar gítarleikarinn slær Toby nánast við í kynþokkanum ;) Ég get allavega alveg mælt með þessu ef þau snúa aftur.

Dagurinn í dag hefur svo að mestu snúist um Malaví, búin að bóka flug og er að púsla sama verkefnislýsingu... á ensku, og það verður að viðurkennast að það vefst aðeins fyrir mér. Þetta er allt orðið mun áþreifanlegra núna, þegar flugið er í höfn, bólusetningar vonandi í næstu viku, sækja um visa og bara hugsa um allt sem þarf að redda áður en við leggjum í hann. Brottfarardagur 5. janúar nk og heimför áætluð 3. mars. Úúúúú... ég er SVO spennt, fæ alveg hroll :D

2 Comments:

At 10:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með að vera að fara til Malaví; mér líst vel á það, þetta á eflaust eftir að verða mikið ævintýri.

Vona að þú takið góðan slunk af myndum, og náir að varðveita þær / koma með þær heim til að sýna okkur ;o)

 
At 5:03 e.h., Blogger Sólveig said...

Takk takk Hannes. Miðað við að ég náði að smella rúmlega 150 römmum af á einum tónleikum þá verða rammarnir án efa nokkrir á 2 mánuðum ;) Í Afríku verður það samt bara gamla góða Canon prima 5 og Minolta handvirka... verður minni skaði ef þær skemmast eða stelast :)

 

Skrifa ummæli

<< Home