miðvikudagur, desember 13, 2006

Bólusetningarferli 2...

Vá... komin vika frá síðasta bloggi... vúbs! ég er ekki að standa mig Elva mín :)

Ég er komin heim í sveitina mína, frí í skólanum það sem eftir lifir vikunnar og ég að vinna á Húsavík um helgina svo hingað er ég komin. Fékk nokkrar milljónir stjarna og dansandi norðurljós í móttökunefnd auk fjölskyldunnar. Ekki amalegt það. Ég fór að dunda mér aðeins við að taka myndir af norðurljósunum, en þetta var nú bara frumraun sem ég veit ekki hvort gekk nokkuð sérstaklega vel.

Ég er líka að safna í ágætis ,,hamsturkinn" hæ. megin. Fór nefnilega til tannlæknis í gær til að athuga hvort ekki væri allt í góðu svona áður en ég legg land undir fót. Held það sé ekkert ofur spennandi að lenda hjá tannlækni í Malaví. Hann tók eina mynd og þá æstust leikar verulega. Hann sá að þessi eini endajaxl sem ég hafði enn í munninum óx undir hina jaxlana og hann stórefaðist um að hann myndi ná að vaxa upp og færi sennilega að valda mér vandræðum fljótlega. Hann fékk sem sagt að fjúka, án þess að ég hafi fengið tíma til að undirbúa mig undir þetta svona andlega. Úff... ég var svo skjálfhent á eftir að ég gat varla skrifað undir Visa-nótuna skammlaust. Og maður á að vera heilbrigðismenntaður... Humm...!!! Ég er sem sagt ívíð blómlegri hæ. megin í andlitinu og ekki verkjalaus, en með hjálp verkjalyfja líður mér svo sem ágætlega.

Svo kom að 2. bólusetningardegi í dag. Ég fékk hana Þuríði systur mína í lið með mér enda er hún þaulvön að sprauta skepnur (og hvað er ég svo sem annað en skeppna). 4 sprautur takk fyrir takk, og hún systir mín stóð sig með stakri prýði. Ég stjórnaði nú svona aðeins í þessu, leiðbeindi henni skýrt og greinilega með hvað átti að fara í vöðva og hvað undir húð. Ég verð samt að segja að ég hef aldrei séð hana systur mína fara svona varlega með sprautur fyrr ;)

En nóg um þetta allt í bili. Yfir og út.

6 Comments:

At 7:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir bloggið Sólveig mín. Já, ég var farin að örvænta... heil vika liðin án þess að heyrast múkk frá þér!

Gangi þér vel um helgina og njóttu þess að vera í nostalgígjunni heima í sveit :)

 
At 12:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég hebbvði nú líka getað sprautað þig....orðin svona líka assgoti liðtæk með sprautuna "á að sprauta honum"???

 
At 4:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ja þú ert nú engin belja og gætir jafnvel hefnt þín ef þú færir eitthvað óvarlega í sakrinar... svo gæti það jú líka alveg gerst að þú myndir þurfa að sprauta hana Þuru seinna meir...þannig að...

En eins og bibba þá hefðiég nú alveg getað sprautað þig líka.

já og ef það fer að koma ígerð í kynnina þá er ég líka vön því að skera á graftrarkýli og ná vibbanum út...
Maður er sko algjör hetja.

Annars þá er það nokkuð staðfest að túpílakarnir verða að spila í Skjólbrekku á Laugardagskvöld kl 22 þannig að þá er stefnan setta þangað hérnamegin allavegana. Mun eflaust vera frábær skemmtun.

 
At 9:31 e.h., Blogger Sólveig said...

Já skvísur, ég er öll rauðflekkótt eftir þessar bólusetningar, en ég bjóst svo sem við því.

Það var líka farinn að koma hiti í kinnina í morgun svo ég pantaði bara penicillín og farin að taka það líka. Ekki gott að vera að fara að vinna á vaktinni með svona kinn :/ vona bara að það gangi vel.

 
At 1:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku kellingin!
Þú hefur alla mína samúð eftir þessa endajaxlaaðgerð, hreinasti viðbjóður!
Öfunda þig að vera í sveitinni, væri sko alveg til í að vera þar núna. En einangruninni fer senn að ljúka (bara 4 dagar í síðasta próf...jeiiiii) og þá fer ég að láta heyra í mér.
Bestu kveðjur í bæinn,
Matlock

P.s. ég mundi ekki hleypa systur minni nálægt mér með sprautur. Hún mundi gera eitthvað kvikindislegt, eins og troða nálinni undir táneglurnar á mér eða eitthvað...

 
At 11:37 e.h., Blogger Sólveig said...

Á!!! Shit, nei, hef enga trú á að hún myndi gera það... er það???

 

Skrifa ummæli

<< Home