miðvikudagur, desember 06, 2006

Útstunginn grís

Í dag er ég eins og útstunginn grís. Fór í 1. bólusetningartörnina í dag, 4 sprautur hvorki meira né minna, og 5 eftir skal ég segja ykkur. Þetta gekk nú svo sem ágætlega, er bara með smá verk í vi. öxlinni en það jafnar sig vonandi fljótlega. Slapp allavega við að fá sprautu í rassin :)

Malaví er líka öll að komast á hreint. Pappísrvinnan að verða búin, nema náttúrulega betlið. Þetta eru nefnilega rosalegar upphæðir og við ætlum að sækja um styrki fyrir sem mestu af þessum kostnaði. Nú bara krossum við fingurna og vonum það besta.

Konfektgerðin gengur líka ágætlega. Íris bekkjarsystir mín (sem er by the way einn allra mesti sælkeri sem ég þekki) kom við í dag og hún fékk að smakka. Að sjá hana smjatta á konfektinu mínu í dag var meira en næg staðfesting fyrir mig að þetta bragðist vel :)

Nú bara hef ég hreinlega ekki meira hugmyndaflug. Er alveg búin á því, það tekur á að semja formleg bréf og hvað þá á ensku.

3 Comments:

At 4:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

en ertu búin að græja nógu stóran bakpoka til að troða mér oní áður en við förum til Malaví....?? neihh bara spyr

 
At 4:47 e.h., Blogger Sólveig said...

hahaha... já, passarðu ekki í þinn poka? ég á nú líklega ekki í vandræðum með að skella þér á bakið og bera þig um flugvelli ef þú þolir að pakka þér saman ofan í hann í hvað... rúman sólarhring :D

 
At 6:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ja bíddu bara eftir því að flugurnar fari að gæða sé á þér...
Hef það svona nett á tilfinningunni að þær eigi nú alveg eftir að kíkja á hinterhanden á þér
;)

 

Skrifa ummæli

<< Home