þriðjudagur, desember 05, 2006

SP Konditori - dagur 2

Svei mér ef döðlujukkið frá því síðast smakkast ekki bara bráðvel með smá súkkulaði. Í gær skellti ég mér svo í að gera piparmyntukúlur og hef verið að dunda mér við það í dag að hjúpa þær og rúlla þeim upp úr heslihnetuflögum... Belgískt konfekt hvað??? Ég þarf allavega ekkert svoleiðis þegar ég hef uppskriftir úr kökubók Hagkaupa og svo sem eins og 2 kg af súkkulaði... Úff, þetta er rosalegt magn. Er einmitt byrjuð á uppskrift 3, er núna bara að bíða eftir að jukkið kólni svo ég geti farið að leika mér að því að búa til kúlur. Og þá er bara ein uppskrift eftir. Komst líka í feitt í dag, fann loksins bauka af temmilegri stærð fyrir þessar jólagjafir mínar. Jább, þetta verður jólagjöfin í ár, usss... það er bannað að kjafta frá í þá sem ekki vita :D

Annars sat ég fyrir framan tölvuna nánast streight frá því ég kláraði skólann í gær og fram til kl 1 í nótt. Malaví ætlar að reynast meira vesen en maður hefði getað haldið í byrjun. En þetta er nú allt að koma. Bólusetningar á morgun og svo verður tekinn rúntur til að athuga með tryggingar, flugmiðinn er reyndar óráðin ráðgáta enn, húsnæði í vinnslu og svo eru það umsóknir um hina ýmsu styrki, já og auðvitað malaríulyfin. Viljið þið geta upp á hvað 60 daga skammtur af einu malaríulyfinu kostar??? Á ég að hafa það svona komment spurningu og láta vita síðar. Já, held ég geri það bara. Endilega kommentið. Svarið kemur í næstu færslu :)

5 Comments:

At 8:49 e.h., Blogger Elva said...

Oj, malaríulyf... ég fæ bara velgju við tilhugsunina. Ég man að ég fékk Lariam þegar ég fór með Ingibjörgu til Asíu og ég hætti að taka það eftir einhvern tíma. Ég fékk bara svima, hausverk og leið illa.

En ég ætla í getrauninni... ég giska að 60 daga skammtur af þessu lyfi kosti tæp 30 þús... segjum 28 þús...

 
At 10:58 e.h., Blogger Sólveig said...

Tókstu Lariam? Það er búið að hræða okkur þvílíkt á því, það valdi bara psychosu og þunglyndi.

Sá næsti sem giskar á verðið verður að standa sig betur ;)

 
At 2:51 f.h., Blogger Elva said...

Já, læknirinn sem ég fór til á Akureyri skrifaði upp á Lariam fyrir mig. Ég náttúrulega hafði ekki hundsvit á þessum malaríulyfjum. Svo þegar ég kom út og hitti hina í hópnum þá var eins og þau vissu öll hvað þetta var mikill óþverri. Ég tók þetta fyrst um sinn samviskusamlega, en svo fór mér að líða svo illa, fékk hjartslátt, svima og ég veit ekki hvað... svo ég ákvað að taka sénsinn og hætta að taka þetta helvíti... og sem betur fer fékk ég ekki malaríu (hjúkkiddí).

Hvað segirðu, var ég langt, langt frá réttu svari?? Eru verðlaun í boði??? ;)

 
At 12:02 e.h., Blogger Sólveig said...

hahaha... verðlaun segirðu... tja, hvað eigum við að segja? Í það minnsta einn heimagerður konfektmoli, ef ,,útlendingar" svara rétt verður að rukka um hann fyrir næstu jól :) En já, þú varst töluvert frá því.

 
At 4:50 e.h., Blogger Sólveig said...

já... og rétt svar...

daramm daramm daramm... 40 þús takk fyrir :)

ég tek ekki þátt í svona kjaftæði. og hver segir svo að það séu alltaf læknarnir sem skrifa út dýrustu lyfin... málið er að gömlu góðu og ódýrari lyfin eru tekin af markaði. ég þarf t.d. að fá lyf af undanþágulista af því ég ætla ekki að borga þessar fáránlegu upphæðir. það er margt skrýtið í kýrhausnum í dag sem aðra daga :)

 

Skrifa ummæli

<< Home