miðvikudagur, janúar 03, 2007

Mjög stutt í brottför

Úbballa... :/ Það er orðið FÁRÁNLEGA stutt í brottför. ÉG er ekki að átta mig á því. Í kvöld er síðasta kvöldmáltíðin hérna heima í bili, svo flýg ég vængjum þöndum suður í fyrramálið, snúningar eitthvað fram eftir degi við að binda síðustu lausu hnútana, borða með skvísunum og svo bara suður til Keflavíkur um miðja nótt og volé... ferðin er hafin. Ekki laust við að það sé meiri kvíðahnútur í maganum núna en spenningur yfir ævintýrinu sem er í vændum. Eða, ég veit eiginlega ekki alveg hvernig mér líður.

Ég er farin að pakka og farin að sjá fram á að ég taki of mikið með mér af gömlum vana... verður að koma í ljós bara held ég. Markmiðið er samt að taka frekar lítið með mér... huhumm... Er að pakka fötum sem mér finnst mjög svo merkilegt að vera að pakka. Var í því í gær að máta stuttbuxur og hlýraboli osfrv. Hólmgeir, litli frændi minn horfði á mig með stórum augum og skildi ekki neitt í neinu. ,,Solla! Sérðu ekki að það er snjór úti en ekki sumar?"

Fylgist áfram með, aldrei að vita nema að ég skelli inn línu og línu hérna þó að þetta sé ekki official bloggsíða ferðarinnar. Hafið það gott þar til við hittumst aftur með vorinu :)

3 Comments:

At 5:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vííííhh... spenningurinn hlýtur að vera í hámarki! Ég óska þér góðrar ferðar og ég mun fylgjast vel með bæði á official og unofficial bloggsíðum :)

 
At 9:50 f.h., Blogger Hannes said...

Hvenær kemuru svo til okkar ?

 
At 12:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja kella.. núna ertu að verað komin á leiðar enda og vonandi gekk bara allt vel... Heyrumst!

 

Skrifa ummæli

<< Home