laugardagur, desember 23, 2006

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó... :)

Hvernig getur staðið á þessu? Ég var hérna heima fyrir 5 dögum síðan og þá var hér hellings snjór, hvítt svo langt sem augað eygði. Nú er ég komin aftur heim í sveitasæluna og hér er bara nánast autt... allur snjórinn farinn og bara eftir auð jörð. Hér er því allt útlit fyrir rauð jól, en grasið er allavega ekki grænna núna en í júní eins og þetta var hérna fyrir 5 árum.

Ég er búin að vera að snyrta höfuð fjölskyldunnar, 5 höfuð nýklippt og fín (og það er nú bara ekki miklar ýkjur, tókst vel til svona í tilefni jólanna). Svo fékk ég líka óvænta ánægju í þessu klippistofu-ferli... Hún Laufey litla frænka mín (sem er samt orðin 10 ára og hálffullorðin auðvitað) var hjá mér inni í herbergi og það vill svo skemmtilega til að á veggnum hangir mynd af mér 16 ára gamalli (vil ég af gefnu tilefni taka fram að þetta er inni í herbergi móður minnar en ekki mínu...). Hún horfir á myndina og segir: ,,Solla, þú ert svo sæt á þessari mynd, algjört krútt..." Ég horfi á myndina, fer auðvitað hjá mér og þakka fyrir mig. ,,Já, þú ert svo sæt að þú ættir að eiga kærasta... þú ert meira að segja svo sæt að þú ættir að geta verið gift núna..." Og ÞAR hafið þið það og ég líka. Í þokkabót er hún á því að ég sé ekki deginum eldri en 24 ára í mesta lagi... Ohhh... þessi elska. Alveg yndisleg.

3 Comments:

At 7:32 f.h., Blogger Elva said...

En við erum ekki deginum eldri en 24 ára!! Er það nokkuð??

 
At 2:40 e.h., Blogger Sólveig said...

Hehe... nei einmitt ;)

 
At 9:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nýorðnar átján !


- bestu kveðjur í sveitina Sólveig.

 

Skrifa ummæli

<< Home