föstudagur, desember 29, 2006

Hó hó hó...

Vúps! Ég er svolítið sein með þessa færslu... EN...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Ég hef haft í nógu að snúast undanfarið. Jólin náttúrulega áttu sinn sess og aðfangadagur rann upp og gekk til viðar í faðmi fjölskyldunnar. Tvö tæplega tveggja ára kríli að taka upp pakka í fyrsta skipti og það var nánast skemmtilegra að fylgjast með þeim en að opna sína eigin pakka (ath... ég sagði ,,nánast"). Svo varð ég reyndar að vakna leiðinlega snemma og bruna til Hvíkur og taka að mér læknavaktina þar. Úff... það var meira en nóg að gera, ekki um það að ræða að jólin væru róleg, hreint ekki. Var á vakt í 2 sólarhringa og missti pínu smá af jólunum hérna heima, ekkert hangikjöt á jóladag fyrir mig þetta árið :(.

Síðan er ég bara búin að taka lífinu svona frekar rólega. Fór reyndar í fjós fyrir systur mína og mág svo þau kæmust í jólaboð til Húsavíkur. Klóraði mig nú alveg fram úr þessu þrátt fyrir að maður ætti nú að vera orðinn örlítið stirður og nýtt system komið í mjólkurhúsið. En þetta gekk auðvitað allt vel. Fór í fyrrakvöld til að sjá hvernig þetta gengi fyrir sig og sem vanur háskólanemi tók ég glósur til að minna mig á í hvaða röð hlutirnir áttu að gerast og í hvaða röð átti að ýta á hvaða takka... segið svo að háskólanám borgi sig ekki ;)

En nú er það bara Malawi, úff... orðið ískyggilega stutt í þetta allt saman og ýmislegt sem ég á eftir að redda og kaupa og undirbúa mig svona sálarlega fyrir þetta allt saman. Spenningurinn vaxandi og smá kvíði að fara að gera vart við sig líka. Sjáum hvað setur.

Blogga allavega eitthvað áður en ég fer út. Síðar!

3 Comments:

At 5:34 e.h., Blogger Eva said...

Sæl skvísa og gleðilega hátíð!! Gaman að lesa bloggið þitt, þú ert skemmtilegur penni :) Hlakka mikið til að lesa færslurnar þínar frá Malawi!
Vona að þú hafir það gott um áramótin - við heyrumst fljótlega á nýja árinu

 
At 11:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sælskan!
Langaði bara til að kasta á þig kveðju. Vonandi nærðu að slaka eitthvað á heima áður en þú ferð til Malawi. Við erum búin að liggja í algjörri leti hér í Lönguhlíðinni. Helst til of mikið étið, en það er bara ekki hægt að standast þetta, akkúrat í þessari röð, kjöt - nóakonfekt - laufabrauð - nóakonfekt - kjöt - nóakonfekt o.s.frv. mmmmmmm
Bið kærlega að heilsa í bæinn,
Margrét

 
At 4:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kæra Sólveig.

Við sendum þér nýsjálenska nýárskveðju; vonandi tekuru nokkrar myndir í Malaví, við erum forvitin að fá að vita af ferðum þínum um Afríkuhrepp.

Hannes og Elva ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home