sunnudagur, mars 11, 2007

Af árshátíð og sveitasælu

Ekki misskilja þetta sem svo að Malavípistlum sé lokið, hreint ekki. Verð bara aðeins að skrifa um nútímann líka svo að þið náið að fylgjast með áfram.

Ég er nefnilega komin heim í sveit eftir mjög svo vel heppnaða árshátíð Félags læknanema á föstudagskvöldið þar sem allir mættu í sínu fínasta pússi og voru foreldrum sínum og stétt til sóma... svona það sem ég sá til allavega. Okkar bekkur var reyndar helst til fámennur enda margir enn í útlöndum. Skemmtiatriðin að þessu sinni voru alveg hreint stórskemmtileg og tjúttið á eftir ekki síðra. Ég skemmti mér allavega alveg frábærlega. Myndi vilja setja inn myndir hér því til staðfestingar en það er víst eitthvert klikk í kerfinu svo nú get ég ekki sett inn myndir. Kannski er búið að setja upp myndkvóta á bloggspot.com og ég því sennilega búin með minn í bili :)

Í gær tók ég svo flugið og skellti mér norður í land og heim í sveit, sem tók mér í þeim búningi sem mér finnst klæða hana best, fannhvít og bjart yfir. Það er EKKERT sem toppar Mývatnssveitina mína þegar hún er svona prúðbúin :) Hérna heima var líka tekið mjög svo vel á móti mér, fólk almennt hissa á að sjá mig aftur í heilu lagi... veit ekki við hverju þau bjuggust eiginlega, ég hafði aldrei hugsað mér að koma heim í molum.

Til að toppa heimkomuna komst ég í feitt áðan... fór niður í skúr og haldiði að ég finni ekki þessa dýrindis lykt þar, ilminn af hákarli, sem ég hef nú þegar gætt mér á bara svona rétt í forrétt fyrir lambalærið sem er í hádegismat :) Má vera að einhverjum lesendum mínum blöskri, en hákarl og súrir sviðafætur var óneitanlega eitthvað sem ég hefði viljað snæða á þorranum en var ekki alveg á boðstólnum í Malaví. Íslenska brennivínið og ákavítið má alveg missa sín enda fékk ég meira en nóg af C (Carlsberg).

Over and out

10 Comments:

At 4:43 f.h., Blogger Elva said...

Ég get ekki beint sagt að ég hafi saknað hákarlsins á þorranum...

Bestu kveðjur í sveitina :)

 
At 8:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er svo hjartanlega sammála þér Sólveig með hákarlinn. Hvílíkt og annað eins lostæti...mmmmmm!!!
Get líka ímyndað mér að það hafi verið gott að koma heim í lær.
Magnað að árshátíðin tókst svona vel, þið læknanemar eruð líklega dannaðri en við laganemar /c:
Sjáumst fljótlega,
MG.

 
At 8:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra af hákarlnum. Geymdu nú dálítinn bita handa okkur....

 
At 8:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

P.s. fékkstu tölvupóst frá mér - sendi þér smá "how to" document via email ?!

i.e. - þú varst eitthvað að spökúlera í hlutum á blogger.com..

 
At 12:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jebb, hákarlinn var góður, en ég veit ekki hvort hann endist fram á haust samt :) Tökum bara nokkra bita saman á næsta blóti Hannes og sleppum þessum ógeðis úldnu eggjum :D

Fékk póstinn og málin eru öll í vinnslu. Frétta að vænta af gangi mála hér á síðunni á næstu dögum svo nú er bara að eiga til popp og fylgjast spennt/ur með ;)

Knús, Solla sveitó :)

 
At 10:10 f.h., Blogger bergthora said...

Ja 'eg vaeri alveg til 'i h'akarl og svidafaetur herna. Hef stundum verid ad reyna ad segja f'olki h'erna ad vid 'etum svid. Tv'i er ekkert s'erstaklega vel tekid. Ad 'eg minnist n'u ekki 'a s'ursudu hr'utspungana...
Bid ad heilsa 'i sveitina m'ina og nennirdu ad taka eina mynd handa me'r og senda...

 
At 12:18 f.h., Blogger Hannes said...

En Bergþóra, hér eru þó snæddir lambaheilar, ég hef einmitt pantað mér svoleiðis á ágætis steikhúsi hér í Auckland...

 
At 11:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

þá held ég nú að það sé betra að borða það sem er utan á hausnum,en það sem er inni í honum
Vala

 
At 10:38 f.h., Blogger Hannes said...

Hér var annars pizza í kvöldmatinn að þessu sinni. Mikið déskoti eru heimagerðar pizzur góð uppfinning !

 
At 7:57 f.h., Blogger bergthora said...

j'a allavegana heima hj'a th'er hannes minn. J'a og j'u thegar th'u segir thad th'a er kjot og augu meira girnileg 'i m'inum augum heldur en heili jokkk...
Annars 'a madur ekki ad f'a ad vita neitt meira. Er sko 'ykt spennt ad lesa fleiri p'osta 'a thessari s'idu...

 

Skrifa ummæli

<< Home