laugardagur, mars 31, 2007

Og grettisbeltið vann...

Var á Íslandsglímunni áðan að styðja 3 frændur mína sem voru að keppa. Þeir stóðu sig með stakri prýði drengirnir eins og vænta mátti. Pétur Eyþórs. vann grettisbeltið með fullt hús stiga og Pétur Þórir varð í þriðja sæti með aðeins minna fullt hús... Jónsi karlinn var meira í því að skalla bara, ýmist gólfið eða andstæðinginn. Kannski verða þeir bara 3 á pallinum næst!

Annars mjög svo gott djamm í gær. Jón Gunnar vinur minn fagnaði þá nýliðnu afmæli sínu með stæl og bauð slatta af liði í partý. Ég mætti með Berglindi upp á arminn :) Úr varð hin skemmtilegasta samkunda þar sem m.a. voru Bandaríkjamenn og Danir á staðnum. Ég skellti mér í bæinn með Sue, mágkonu hennar, Rolf og Berglindi. Síðan fann hann Gísli okkur líka. Ég endaði svo á tali við 2 gaura... annan fæddan 85 og hinn 86, entist reyndar ekki lengi í því og tók leigubíl heim í kofann minn.


Hér gefur svo að líta afmælisbarnið og partýhaldarann ásamt
Tedda frænda sínum. Jón með hinn alræmda jarðaberja-mojito í hönd.


Here are my 2 new friends from USA, Careyanne (CA) and Sue.
Sue! This is just the beginning of a beautiful friendship ;)



Rolf og Berglindi sukku ofan í tal um umhverfisspjöll af völdum
mótorhjóla, náttúruvernd og svo margt annað...



Hérna erum við stöllurnar svo saman.
By far myndarlegustu læknanemarnir á staðnum ;)

Myndir af Íslandsgímunni verða að koma síðar, betri vélin notuð á svoleiðis samkomum sko!

2 Comments:

At 10:44 e.h., Blogger bergthora said...

Ekki spurning að þið hljótið að hafa verið mestu skvísurnar, ekki bara á læknanemasviðinu heldur almennt...
Annars þá er það svakalegt að maður er farinn að hitta fólk sem var smábörn fyrir nokkrum árum á djamminu.
Hefði alveg verið til í að vera í glímu klappstýruliðinu. Vona líka að Jón sé búinn að jafna sig eftir skallanirnar....
Sjáumst...

 
At 2:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

So nice meeting you! I had such a good time that night!

Sue

 

Skrifa ummæli

<< Home