mánudagur, mars 26, 2007

Slegið á strengi... ekki endilega létta

Að hafa ekki hreyft mig síðustu mánuði var farið að há mér svo ég lagði leið mína í Baðhúsið um daginn af gömlum vana. Auðvitað hefur maður verið að hreyfa sig en ekki reglulega síðan fyrir jól svo nú skildi tekið á því. Tíminn byrjaði mjög svo vel, kom mér á óvart hvað ég stóð mig vel í mínum fyrsta pallatíma. Þegar ég var búin að hoppa og skoppa upp og niður af pallinum í rúmar 20 mínútur, sparkandi út í loftið, hnélyftu eða ,,hælírass" æfingar til skiptis og veifandi handleggjunum eins og ráðvilltur fugl fór ég að finna blóðbragð í munninum og hugsaði með mér að nú gæti ég ekki meir á þessum hraða... Um leið og ég hafði lokið þessari hugsun tók þrjóskan yfirvöldin, ég ætlaði sko hreint ekki að gefast upp og hélt áfram að hamast eins og geðsjúklingur og vandist blóðbragðinu. Svona kláraði ég tímann, ýmisst með þá hugsun í kollinum að ég gæti ekki meir eða að ég skildi klára þetta helv... fyrst ég byrjaði á því. Ahhh... mikið er gott að reyna á sig af alvöru og fæst betra en að koma heim sveittur og gera nokkrar jógaæfingar á dýnunni. Daginn eftir vaknaði ég með væga strengi í kálfunum en annars bara allt í góðu og stóð við að mæta í MRL (magi-rass-læri) tíma kl 9 á laugardagsmorgni... Þar tók ég á því af svipuðum krafti og áður nema helst til mikið í þetta skiptið... þurfti einu sinni að hlaupa út úr tímanum með æluna í hálsinum... Kláraði samt tímann líka og gerði góðar teygjuæfingar... með reglulegu millibili í allan gærdag því ég fann alveg hvernig strengirnir fóru vaxandi.

Í dag ætlaði ég svo að vera mjög svo dugleg, vakna og skella mér á bókhlöðuna til að lesa. Ég hafði það alveg af að vakna... en það gegndi öðru máli þegar kom að því að stíga í fæturnar, rétta úr þeim og ganga... það var óneitanlega erfiðara. Ég hætti því snögglega við að fara á hlöðuna og hef í dag haldið mig heima, í joggingbuxum og gangandi um íbúðina eins og gömul kona sem er slæm af slitgigt í hnjám og mjöðmum. Á morgun er hins vegar engin miskunn, þá verður átaksdagur enn og aftur svo það er vissara fyrir þessar fótadruslur að koma sér í skikkanlegt ástand í nótt :)

En nú er það draumalandið sem bíður mín... :D

6 Comments:

At 1:37 f.h., Blogger Elva said...

Þú ert alveg hörkudugleg!!

Við hjónin stefnum á að fara í ræktina seinni partinn í dag og lyfta fæutur.

Sofðu annars rótt Sólveig mín og vonandi verða fótadruslurnar í skikkanlegu ástandi á morgun ;)

 
At 11:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Semsagt ansi skarpt tekið á því; o jæja þú sigrast á þessu líkt og öðru....

... og þrjú hné... glæsilegt.

 
At 10:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið ljúfan!
Varð bara að segja það hérna líka, þó ég sé búin að svitna með þér í dag.
Sjáumst hjá Kojak hinum kasakstanska á miðv. þar sem við munum andast í faðmlögum.
Kv. MG

 
At 11:27 e.h., Blogger Elva said...

Já og til hamingju með afmælið!!! Hvernig var svo dagurinn?

Hver er annars þessi Kojak? Er þetta nokkið bróðir Borat? ;o)

 
At 12:32 f.h., Blogger Ally said...

Til hammara með ammara

 
At 11:57 f.h., Blogger Sólveig said...

BAhahaha... já, Kojac gæti verið sporty bróðir Borat, með krullað hár niður á herðar, ekkert yfirvaraskegg samt en gengur um með sólgleraugu... innandyra. Hann er kennari í baðhúsinu, talar með mjög svo breskum hreim og hvetur mann áfram með sérstökum frösum: ,,Come on my lovely ladies..." ,,A little bit more luv'"

Hann er frekar fyndinn :D

 

Skrifa ummæli

<< Home