miðvikudagur, mars 28, 2007

Er læknir á staðnum...???

Hefur þú lesandi góður velt því fyrir þér hvernig þú myndir bregðast við þessari fyrirspurn? Nei! Ekki það? Það hef ég og trúiði mér og hún vekur alltaf hjá mér jafn mikinn hroll. Ég ímynda mér náttúrulega þær allra verstu hugsanlegu aðstæður þar sem ég er kölluð til til að bjarga deyjandi manneskju... en hverjum bjargar maður svo sem algjörlega tómhentur??? Afskaplega fáum því miður, því eins og rannsóknir sýna þá bjargar hnoð ekki... en það getur viðhaldið lágmarks blóðstreymi til að manneskjan geti endurheimt eitthvert líf eftir hjartarafstuð, ef gefið nógu snemma. Ok, ég skal hnoða en því miður er ég ekki með innbyggt stuðtæki, allavega ekki enn.

Ég ætti kannski að fara að koma mér að efninu? Ok þá. Ég var sem sagt í Baðhúsinu í hádeginu í dag eins og svo oft áður en í þetta skiptið var ég í þrektíma dauðans, sprettir upp og niður stiga (4 hæðir), hoppa jafnfætis upp og niður stiga, sippa og svo armbeygjur og magaæfingar... og það er BANNAÐ að stoppa. Allavega, þegar kom að því að teygja kemur kona inn í salinn og spyr hvort að einhver læknir eða hjúkrunarfræðingur sé á staðnum. Ég hugsaði um það sem snöggvast að gefa mig ekki fram... en það var bara í einn þúsundasta úr sekúndu. Ég sá náttúrulega fyrir mér hið versta tilfelli og á meðan ég hljóp á eftir konunni fram var ég með mynd í kollinum af meðvitundarlausri, miðaldra konu á gólfinu í búningsklefanum með hjartaáfall eða eitthvað þaðan af verra. Málið var hins vegar ekki svo alvarlegt og þetta jafnaði sig nú bara með smá rólegheitum. Nú er þessi ís hins vegar brotinn og þó tilfellið hafi ekki verið alvarlegt í þetta skiptið þá á maður þetta fyrsta sjokk ekki eftir allavega.

Hafiði pælt í því að læknar eru þeir einu sem skv. lögum sem mega ekki yfirgefa slysstað? En nóg um þetta í bili.

Yfir og út!

3 Comments:

At 1:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vó dr. Sólveig! Þetta er bara eins og í bíómyndunum!!!
Ég verð að segja að það er ákveðin öryggistilfinning fólgin í því að vera með þér í líkamsrækt. Vildi bara að þú hefðir verið þegar ég fékk lóðið í hausinn þarna um árið...hahaha
Kv. MG

 
At 11:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha... já það var nú frekar fyndin saga... vildi óska að ég hefði verið þar ;)

Er það tími í hádeginu á morgun?

Kv. Sólveig

 
At 10:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Játs ég mæti!

 

Skrifa ummæli

<< Home